Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp ekki hrifinn af leikstíl Tottenham - „Ég gæti þetta aldrei"
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekkert sérstaklega hrifinn af spilamennsku Tottenham í 1-1 jafnteflinu á Anfield í gær en hann líkir leikstílnum við þann sem Diego Simeone notast við hjá Atlético Madríd.

Tottenham leyfði Liverpool að vera með boltann meirihluta leiksins. Gestirnir voru þéttir aftast og hentu sér fyrir skot heimamanna, ekki ósvipað því sem Atlético Madríd gerir undir stjórn Diego Simeone.

Klopp er ekki hrifinn af því þegar lið spila svona. Hann ber mikla virðingu fyrir því sem Antonio Conte er að gera hjá Tottenham en hann myndi aldrei notast við þessa aðferð.

„Tottenham á mikið hrós sklið. Þetta er heimsklassa andstæðingur og þeir unnu gegn City. ÞEssi leikstíll virkar í svona leikjum en liðið er samt í fimmta sæti og það gerir okkur erfitt fyrir þegar þeir eru að tefja. Þetta er sniðugt en ekki auðvelt."

„Ég er ekki hrifinn af svona fótbolta. Það er bara mitt vandamál en þetta lið er í heimsklassa og mér finnst að þeir ættu að gera meira fyrir leikinn."

„Það er ekki mitt vandamál en ég gæti ekki notað þess aðferð. Já, heimsklassa leikmenn komast fyrir alla bolta. Atlético Madríd er að gera þetta en ég gæti aldrei fengið mig til að gera þetta."

„Þetta er allt í góðu. Ég hef ekkert á móti þessu en ég bara gæti þetta ekki. Ég ber virðingu fyrir því sem þeir gera en þetta er ekki fyrir mig,"
sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner