Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Breiðablik skoraði fimm á Sauðárkróki
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll 1 - 5 Breiðablik
1-0 Birgitta Rún Finnbogadóttir ('14 )
1-1 Birta Georgsdóttir ('27 )
1-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('30 )
1-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('69 )
1-4 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('72 )
1-5 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('88 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er eitt á toppnum sem stendur eftir sigur á Tindastóli í fyrsta leik 5. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld.

Tindastóll komst yfir eftir stundafjórðung Birgitta Rún nýtti sér mistök í öftustu línu hjá Blikum og skoraði með skoti sem fór beint á Telmu en henni tókst ekki að halda boltanum frá markinu.

Tæpum stundafjórðungi síðar jafnaði Birta Georgsdóttir metin eftir frábæra sókn og stuttu síðar voru Blikar komnir yfir. Aftur frábær sókn sem endaði með skalla frá Kristínu Dís Árnadóttur sem Katherine Grace Pettet reyndi að koma frá.

Það fór ekki betur en svo að Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk boltann og skoraði í opið markið.

Breiðablik gerði endanlega út um leikinn með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Berglind Björg skoraði sitt annað mark og þá lagði Andrea Rut Bjarnadóttir upp sitt annað mark og skoraði einnig.

María Dögg Jóhannesdóttir hefði getað klórað í bakkann undir lokin þeegar hún slapp ein í gegn en Telma Ívarsdóttir sá við henni og varði í horn. Stuttu síðar ininsiglaði Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir sigur Blika.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 4 1 0 24 - 5 +19 13
2.    Þróttur R. 5 4 1 0 10 - 4 +6 13
3.    FH 4 3 1 0 8 - 1 +7 10
4.    Þór/KA 5 3 0 2 11 - 10 +1 9
5.    Valur 5 2 1 2 6 - 4 +2 7
6.    Stjarnan 4 2 0 2 6 - 13 -7 6
7.    Víkingur R. 4 1 0 3 7 - 11 -4 3
8.    Tindastóll 5 1 0 4 4 - 10 -6 3
9.    Fram 4 1 0 3 4 - 12 -8 3
10.    FHL 5 0 0 5 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner
banner
banner