Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. júní 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 9. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jóhann Kristinn þjálfari í stuttbuxum.
Jóhann Kristinn þjálfari í stuttbuxum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sæþór Olgeirsson er kominn aftur til Húsavíkur.
Sæþór Olgeirsson er kominn aftur til Húsavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Bjarki Baldvinsson.
Bjarki Baldvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kvennaliðið á Húsavíkurvelli.
Kvennaliðið á Húsavíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Áhorfendur í brekkunni síðasta sumar.
Áhorfendur í brekkunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Völsungur 47 stig
10. Dalvík/Reynir 40 stig
11. Fjarðabyggð 39 stig
12. KF 13 stig

Lokastaða í fyrra: Völsungur endaði í 6. sæti í fyrra og sigraði síðustu þrjá af síðustu átta leikjum sínum. Liðið byrjaði vel og sigraði þrjá af fyrstu fjórum leikjunum. 7 af 11 leikjum á heimavelli sigruðust en einungis 2 af 11 á útivelli. Illa gekk að skora en vörnin var að sama skapi nokkuð þétt.

Þjálfarinn: Jóhann Kristinn Gunnarsson er reyndur þjálfari sem er að fara inn í sitt fjórða tímabil með Völsungi. Þetta er ekki hans fyrsti kafli á Húsavík því hann þjálfaði kvennaliðið 2008 og 2009 ásamt því að stýra körlunum sömu ár. Í kjölfarið stýrði hann eingöngu körlunum í tvö ár. Árið 2012 tók hann við Þór/KA og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári. Hann var þjálfari Þór/KA út tímabilið 2016.

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Rafn Markús gefur álit sitt á Völsungi.

„Eins og áður er liðið byggt mikið upp á heimamönnum sem þekkjast mjög vel í bland við nokkra erlenda leikmenn. Völsungur undir stjórn Jóhanns spilar skemmtilegan fótbolta sem gaman er að horfa á. Þau þrjú tímabil sem Jóhann hefur verið með liðið hefur hann náð í 68 stig af sínum 100 stigum á heimavelli. Til þess að komast ofar í töflunni í ár þarf heimavöllurinn að vera áfram sterkur en að sama skapi þarf Völsungur að sækja fleiri stig í útileikjum."

„Völsungur hefur misst marga leikmenn úr hópnum, bæði leikmenn sem hafa styrkt og bætt leikmannahópinn og lykilleikmenn í Elvari Baldvinssyni, Akil De Freitas og Kaelon Paul Fox sem var besti maður liðisins á síðasta tímabili. Það mun reyna mikið á að Milos Vasiljevic, Sasha Uriel Litwin Romero og Sæþór Olgeirsson séu nægilega góðir, ef ekki betri til að fylla þeirra skarð. Markvörðurinn Inle Valdes stendur áfram í rammanum en Kúbverjinn þótti standa sig vel á Húsavík. Reynsluboltanir Bjarki Baldvinsson og Guðmundur Óli Steingrímsson verða mikilvægir fyrir Völsung bæði inn á vellinum og í klefanum."


Lykilmenn: Bjarki Baldvinsson, Sæþór Olgeirsson, Guðmundur Óli Steingrímsson

Gaman að fylgjast með: Það er alltaf gaman að fylgjast með dugnaðinum í Bjarka Baldvinssyni sem hefur mikla reynslu og verið mjög mikilvægur fyrir lið Völsungs í fjölda ára. Hinn 22 ára gamli Sæþór Olgeirsson er kominn aftur heim til Húsavíkur frá KA en hann getur orðið mjög mikilvægur fyrir liðið ef hann kemst á sama flug og hann gerði t.d. í 2. deildinni 2017 þegar hann skoraði 23 mörk í deildinni. Einnig verður gaman að fylgjast með framþróun hjá Arnar Pálmi Kristjánsson sem er fæddur árið 2002 en hann varð fastamaður i liði Völsungs í fyrra á sínu fyrsta ári í meistaraflokki.

Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs:
„Ég held að spáin komi ekkert á óvart frekar en eitthvað annað. Við höfum misst marga menn frá í fyrra en hvort menn viti það almennt veit ég nefnilega ekki. Ætli okkur sé ekki spáð svona neðarlega því það eru mörg sterk lið á pappírunum í ár og flest liðin hafa verið meira áberandi „á markaðnum“ en við. Mér líst bara vel á deildina og gaman að sjá að deildin styrkist á hverju ári. Fleiri betri leikmenn taka þátt og þjálfarar með mikla reynslu eru við stjórnvölinn. Félögin eru að leggja meira í þetta og taka þessu meira og meira alvarlega. Það ætti að vera tilhlökkunarefni fyrir alla leikmenn að fá að kljást við erfiða andstæðinga í öllum leikjum. Við erum alltaf brattir og stefnum að því að gera betur en síðast. Það þýðir auðvitað alltaf hjá okkur að við viljum komast í betri deild. Við værum nú svolítið að bregðast sjálfum okkur ef við færum að koma með einhver „vera með“ markmið núna allt í einu."

Er leikmannahópurinn klár fyrir fyrsta leik?

„Við vorum á góðum stað þegar Covid skall á en hópurinn er því miður ekki endanlega klár og verður það tæplega þegar mótið byrjar. En við verðum auðvitað klárir í gallana eins og alltaf þegar flautað verður til leiks."

Komnir:
Milos Vasiljevic – frá Serbíu (var í Fjarðabyggð sl. 3 ár).
Sasha Uriel Litwin Romero – frá Spáni
Sæþór Olgeirsson – frá KA

Farnir:
Akil DeFreitas - ?
Bergur Jónmundsson – Hættur
Elvar Baldvinsson – Í Þór
Gunnar Sigurður Jósteinsson – Hættur
Halldór Mar Einarsson - í KF
Kaelon Fox – í Þór
Ófeigur Óskar Stefánsson – Hættur
Rafnar Smárason – Hættur
Rúnar Þór Brynjarsson – í Magna
Sigvaldi Þór Einarsson – Hættur
Sverrir Páll Hjaltested – aftur í Val (var á láni)

Fyrstu þrír leikir Völsungs:
20. júní Njarðvík - Völsungur (Rafholtsvöllurinn)
27. júní Völsungur - Haukar (Vodafonevöllurinn Húsavík)
4. júlí Selfoss - Völsungur (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner