Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. júní 2021 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego virðist vera búinn að finna sér nýtt félag
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson virðist vera búinn að finna sér nýtt félagslið.

Diego yfirgaf Real Oviedo á dögunum en hann er núna kominn langt í viðræðum við Albacete samkvæmt spænskum fjölmiðlum.

Það er búist við því að það verði tilkynnt um félagaskiptin bráðlega. Albacete var neðsta lið B-deildarinnar á síðustu leiktíð og spilar því í C-deild á næsta tímabili.

Diego er 27 ára gamall og uppalinn á Spáni en faðir hans er íslenskur.

Diego komst fyrst í fréttirnar árið 2014 þegar Fótbolti.net hafði samband við kauða, sem hafði þá verið að spila glimrandi vel með Oviedo. Í kjölfarið var kallað eftir því að hann yrði tekinn inn í íslenska landsliðið sem varð svo að veruleika tæpum tveimur árum síðar.

Diego hefur leikið þrisvar sinnum fyrir íslenska landsliðið en hann spilaði síðast með liðinu í nóvember árið 2017.

Hann var í tíu ár hjá Real Oviedo en er núna að semja við Albacete. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Oviedo á síðustu leiktíð, langt því frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner