Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   lau 08. júní 2024 22:28
Brynjar Ingi Erluson
Munu Barcelona og Liverpool skiptast á leikmönnum?
Fer Raphinha til Liverpool?
Fer Raphinha til Liverpool?
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona gæti látið reyna á það að sannfæra Liverpool um að selja kólumbíska vængmanninn Luis Díaz í sumarglugganum en það er Daily Express sem greinir frá.

Börsungar vilja ólmir fá Díaz frá Liverpool en Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, er sagður hafa meiri áhuga á að fá hann en Nico Williams, leikmann Athletic Bilbao.

Díaz kom til Liverpool frá Porto í janúar árið 2022. Það hafa verið skiptar skoðanir á frammistöðu hans í heild sinni. Díaz byrjaði feykivel, en var mikið frá vegna meiðsla tímabilið 2022-2023.

Á síðustu leiktíð átti hann góð augnablik en vantaði oft upp á ákvarðanatöku og að klára færin.

Samkvæmt Daily Express gæti farið svo að Liverpool selji Díaz í sumarglugganum en Barcelona ætlar að reyna að sannfæra enska félagið um skiptast á leikmönnum.

Barcelona hefur ekki efni á að borga himinhátt verð fyrir Díaz og mun reyna að lækka hann með því að bjóða Liverpool að fá brasilíska vængmanninn Raphinha.

Raphinha kom að 23 mörkum í 37 leikjum með Börsungum á síðustu leiktíð, en hann hefur auðvitað reynslu úr ensku úrvalsdeildinni en hann kom til Barcelona frá Leeds fyrir tveimur árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner