Í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu er mikilvægt að allur æfingatími sé eins vel nýttur og mögulegt er. Aldurinn 8-14 ára er oft kallaður hinn gullni aldur í hæfileikamótun ungra knattspyrnumanna þ.e. á þessum aldri eru leikmenn móttækilegastir og lífræðilega best til þess fallnir að þjálfa upp góða tækni(þó allir geta á öllum tíma og aldurskeiðum bætt sig)
Lykilatriðið er samt grunnfærnin sem allir aðrir þættir leiksins eru svo byggðir ofan á.
GRUNNFÆRNI EINSTAKLINGSINS ERU AÐ MÍNU MATI EFTIRFARANDI ATRIÐI.
1. Fyrsta snerting á bolta
2. Hlaupa með bolta
3. 1v1 hreyfingar
4. Skjóta á mark
Grunnurinn að þessu öllu er svo knattstjórnun eða "ball mastery".
Á þessum tiltekna aldri er gríðarlega mikilvægt að ofangreindir þættir séu útgangspunktar í allri þjálfun og sá grunnur sem aðrir þættir þjálfunar eru svo byggðir ofan á.
Fyrir okkur í Coerver Coaching er algjört lykilatriði að boltinn sé miðpunktur alls í þjálfun barna og unglinga. Allt frá byrjun æfingar( upphitun) og til enda.
Allar æfingar koma frá æfingaáætlun okkar sem er af mörgum talin sú besta í þjálfun barna og unglinga í dag. Sjá hér
Eðlilega eru uppi misjafnar skoðanir og nálganir í þjálfun barna og unglinga.
Í fjölbreyttninni verðum við sterkari og allir þurfa á öllum að halda o.frv :)
Hinsvegar, eru held ég flestir sammála um gildi ofangreindra grunnatriða þegar kemur að þjálfun barna og unglinga og hver grunnfærni knattspyrnumanna skuli vera.
Af því gefnu ætti í fullkomnum heimi æfingar og uppbygging æfinga að liggja nokkuð ljós fyrir í yngri flokkum.
Illa ígrundaðar- og skipulagðar æfingar geta nefnilega eytt dýrmætum tíma leikmanna.
Það geta auðvitað verið fjölmargar ástæður fyrir illa nýttum tímum á æfingum.
Það geta komið upp allskonar utanaðkomandi aðstæður sem erfitt er og jafnvel ekki hægt að koma í veg fyrir. En hugmynd þessa pistils snýr ekki að þeim heldur aðeins þeim þáttum sem við þjálfarar getum stjórnað.
Mig langar að taka hér lítið dæmi um einhvern tiltekinn aldursflokk sem æfir að meðaltali 75 mín fjórum sinnum í viku.
Ef 5 mín fara fyrir lítið á hverri æfingu þá eru það 20 mín á viku. Sem verða að 80 mín á mánuði. Ef hver æfing er 75 mín þá má segja að leikmenn verði af rúmlega einni æfingu í mánuði!
Það er hægt að halda áfram með þessa útreikninga og eins að leika sér endalaust með fleiri tölur.
Aðalatriðið er hinsvegar að við þjálfarar séum meðvitaðir og berum gæfu til að velja æfingar fyrir okkar leikmenn sem nýtast þeim í sinni hæfileikamótun.
Það er t.a.m. ennþá viðhaft sem upphitun að láta unga leikmenn hlaupa í hringi án bolta. Fyrir mér er það algjör tímasóun og er eitthvað sem ætti fyrir löngu að tilheyra fortíðinni.
Ég hvet alla þjálfara ungra leikmanna að íhuga ofangreind atriði og hafa boltann sem miðpunkt í því sem þeir gera.
Það er t.a.m. áhugavert að velta fyrir sér hverju væri hægt að áorka sem bætingu á grunnfærni leikmanna ef allir þjálfarar 12 ára og yngri myndu nota knattstjórnun sem upphitun(5-10 mín) á hverri einustu æfingu.
Xavi Hernandes fyrrum stjörnuleikmaður FC Barcelona sem af mörgum er talinn besti sendingamaður allra tíma, fullyrðir að knattstjórnun sé sá grunnur sem aðrir þættir leiksins byggjast ofan á.
Hjá Coerver Coaching erum við með margvísleg æfingamyndbönd sem geta hjálpað þjálfurum rétt eins og leikmönnum.
Coerver Coaching var stofnað árið 1984 og hefur síðastliðin 33 ár leitast við að vera leiðandi í þjálfun barna og unglinga og þar með reynt eftir fremsta megni að uppfylla grunn ástæðu fyrir stofnun fyrirtækisins sem var og er að allir leikmenn eigi skilið góða þjálfun :)
Heiðar Birnir Torleifsson
Yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi
[email protected]
Athugasemdir