Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 08. júlí 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gary biður Leikni R. afsökunar: Ekki stoltur af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin tryggði ÍBV þrjú stig gegn Leikni R. í Lengjudeildinni í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö síðustu mörk leiksins í stöðunni 2-2.

Fyrra markið skoraði hann þó með hendi. Boltinn skoppaði illa fyrir Gary sem var óviðbúinn og setti höndina í boltann til að missa ekki af honum.

Dómarateymið tók ekki eftir því og markið skráð sem gott og gilt. Gary slapp með skrekkinn því hann var á gulu spjaldi og hefði því fengið að fjúka af velli ef dómarinn hefði dæmt hendi.

Gary viðurkenndi að hafa skorað með hendi í viðtali að leikslokum og baðst svo afsökunar með færslu á Twitter.

„Ég er ekki stoltur af þessu, ég er ekki svindlari þetta eru bara náttúruleg viðbrögð ... sorry Leiknir RVK," skrifaði Gary á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner