Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 08. júlí 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan: Værum búnir að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic var í byrjunarliði AC Milan gegn Juventus í gærkvöldi og var kveikjan að magnaðri endurkomu lærisveina Stefano Pioli.

Juve komst í tveggja marka forystu í upphafi síðari hálfleiks en Zlatan minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu og lagði svo jöfnunarmarkið upp fyrir Franck Kessie. Lokatölur urðu 4-2 fyrir Milan.

„Það er ekkert leyndarmál að ég er gamall en aldur er bara tala. Ég er að æfa vel en er ekki uppá mitt besta eftir meiðslin. Við eigum ennþá nokkra leiki eftir og ég geri mitt besta til að hjálpa liðinu," sagði Zlatan að leikslokum.

„Hefði ég verið hérna frá fyrsta degi tímabilsins þá værum við búnir að vinna deildina."

Zlatan var svo spurður út í hvort hann hefði áhuga á að gerast þjálfari þegar ferli hans innan vallar er lokið.

„Ég er nú þegar forseti, þjálfari og leikmaður en fæ bara greitt sem leikmaður."

Að lokum var Zlatan spurður út í framtíð sína hjá AC Milan en gaf ekki skýr svör.

„Við verðum að sjá til, ég hef ennþá mánuð til að skemmta mér hérna. Því miður eru hlutir í gangi í heiminum sem við höfum enga stjórn á. Mér þykir leitt fyrir stuðningsmenn að þetta gæti verið síðasta tímabilið sem þeir sjá mig í beinni.

„Það er leiðinlegt að spila án áhorfenda, það hefði verið frábært að fagna með þeim í kvöld."


Það er ljóst að ef Zlatan ákveður að vera áfram hjá Milan þá mun hann krefjast þess að fá mikinn spiltíma.

„Ég er ekki hérna sem eitthvað lukkutröll, ég er hérna því ég vil vinna. Mun ég fara eftir tímabilið? Lesið á milli línanna..."


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner