mán 08. ágúst 2022 08:30
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 15. umferð - Töframark eftir erfiða meiðslagöngu
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Lengjudeildin
Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis.
Emil Ásmundsson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fylkir
Emil gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2020 en lítið getað spilað fyrir liðið vegna meiðsla.
Emil gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2020 en lítið getað spilað fyrir liðið vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 27 ára gamli Emil Ásmundsson er leikmaður 15. umferðar Lengjudeildarinnar en hann skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Fylkis gegn Grindavík í stórskemmtilegum leik á föstudaginn.

Seinna markið hans var hreinlega stórbrotið, mark tímabilsin í íslenska fótboltanum.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali eftir leik.

Emil hjálpaði Fylki að styrkja stöðu sína í Lengjudeildinni verulega og er liðið í algjörri lykilstöðu til að komast upp. Hann ræddi um töframarkið sitt í viðtali sem sjá má í heild neðst í fréttinni.

„Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum að reyna þetta, taka svo á sig skituna þegar maður klúðrar, skýtur ekki á markið eða hittir ekki boltann," sagði Emil léttur.

Spilað afskaplega lítið síðustu ár
Emil hefur verið feikilega óheppinn með meiðsli og lítið spilað undanfarin ár. Leikurinn á föstudag var fyrsti byrjunarliðsleikur hans eftir erfið meiðsli.

„Kroppurinn er góður en jú jú hann er búinn að halda vel. Ég fékk svona smá slink þarna aðeins á 60. mínútu rétt áður en ég fer útaf en ekkert alvarlegt. Annars er þetta bara búið að vera framar vonum hvernig hnéð er búið að halda og formið er að koma og leikformið og allt," sagði Emil.

Hann er uppalinn Fylkismaður en er samningsbundinn KR og var lánaður aftur í Árbæinn. Í fyrra gat hann aðeins spilað tvo leiki með KR í efstu deild, lék ekkert sumarið 2020 vegna krossbandaslita og átta leiki þegar hann var í Fylki 2019.




Sjá einnig:
Leikmaður 14. umferðar - Marciano Aziz (Afturelding)
Leikmaður 13. umferðar - Nicolaj Madsen (Vestri)
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Emil Ásmunds um markið: Það er bara að vera nógu vitlaus í hausnum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner