Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. júlí 2022 07:00
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar - Kjartan Kári bestur
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson.
Kjartan Kári Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andi Hoti, varnarmaður Aftureldingar.
Andi Hoti, varnarmaður Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla
Kjartan Kári Halldórsson er markahæstur í Lengjudeildinni með níu mörk og hann er leikmaður 10. umferðar deildarinnar sem öll var spiluð í gær. Kjartan skoraði tvívegis í 4-1 sigri Gróttu gegn Fjölni en Seltirningar fór upp í toppsæti deildarinnar,

Selfoss var í toppsætinu en tapaði 0-1 fyrir Vestra. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar og þeir Christian Jimenez og Pétur Bjarnason eru í úrvalsliði umferðarinnar.



Arnór Gauti Jónsson var öflugur á miðju Fylkis í 3-0 útisigri gegn Þrótti Vogum en fær sæti í varnarlínunni í úrvalsliðinu. Þórður Gunnar Hafþórsson sýndi sköpunarkraft og skoraði eitt af mörkunum.

Afturelding vann Kórdrengi 2-1 þar sem Elmar Cogic skoraði og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. Þá eru Andi Hoti og Ásgeir Frank Ásgeirsson einnig í liðinu.

Alexander Már Þorláksson byrjar af miklum krafti hjá Þór og er kominn með þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum. Þór vann 3-1 sigur gegn KV og er Harley Willard einnig í úrvalsliðinu.

Í markinu stendur Arnar Freyr Ólafsson í HK eftir dramatískan 2-1 sigur gegn Grindavík.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner