Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. júlí 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 13. umferðar - Nicolaj Madsen maður umferðarinnar
Lengjudeildin
Nicolaj Madsen.
Nicolaj Madsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi Heimisson (til vinstri) er í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar.
Lúkas Logi Heimisson (til vinstri) er í fimmta sinn í úrvalsliði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.
Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Allir leikmenn í úrvalsliði 13. umferðar Lengjudeildarinnar hafa áður verið valdir í lið umferðarinnar í sumar. Úrvalsliðið er ákaflega sókndjarft að þessu sinni.

Leikmaður umferðarinnar er Daninn Nicolaj Madsen sem skoraði tvívegis fyrir Vestra sem vann 3-1 sigur gegn Gróttu sem hefur verið öflugt á tímabilinu. Silas Songani er annar fulltrúi Vestra í liðinu en hann var ógnandi allan leikinn og skoraði eitt mark.



HK er áfram á toppi deildarinnar en liðið fór á Selfoss og vann 2-1 útisigur þar sem Selfyssingar klúðruðu tveimur vítum. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, varði aðra spyrnuna og var valinn maður leiksins. Þá er fyrirliði HK, Leifur Andri Leifsson, í vörn úrvalsliðsins.

Þórður Gunnar Hafþórsson skoraði sigurmark Fylkis sem vann 3-2 útisigur gegn KV. Nikulás Val Gunnarsson átti flottan leik á miðju Árbæinga og kom sér einnig á blað. Fylkismenn eru í öðru sæti.

Lúkas Logi Heimisson er fastagestur í liði umferðarinnar en þessi 19 ára leikmaður átti enn einn frábæra leikinn þegar Fjölnir slátraði Þrótti Vogum 6-0. Hann var allt í öllu í sóknarleik Grafarvogsliðsins. Guðmundur Þór Júlíusson er annar Fjölnismaður í úrvalsliðinu.

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, er þjálfari umferðarinnar eftir að Akureyrarliðið vann 4-2 útisigur gegn Kórdrengjum. Harley Willard var valinn maður leiksins, skoraði tvö mörk og var mjög hættulegur á hægri kantinum.

Einn skemmtilegasti leikur sumarsins fór fram í Grindavík þegar heimamenn töpuðu 4-5 gegn Aftureldingu. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði tvö mörk og er í úrvalsliðinu en Elmar Kári Enesson Cogic í Aftureldingu var maður leiksins. Olli sífelldum vandræðum fyrir öftustu línu Grindvíkinga og hefði hæglega getað gengið af velli með meira en eitt mark í pokanum.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner