Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. júlí 2022 09:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar - Aziz leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Marciano Aziz í Aftureldingu er leikmaður umferðarinnar.
Marciano Aziz í Aftureldingu er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Afturelding
Arnór Gauti var öflugur í Grafarvogi.
Arnór Gauti var öflugur í Grafarvogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Már Þorláksson skoraði tvö mörk í Grindavík.
Alexander Már Þorláksson skoraði tvö mörk í Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Línurnar eru orðnar ansi skýrar í Lengjudeildinni eftir 14. umferðina og því miður ekki útlit fyrir spennu á lokakaflanum. HK og Fylkir eru að stinga af og á hraðri ferð upp í Bestu deildina. Í fallbaráttunni er erfitt að sjá annað en að KV og Þróttur Vogum fari niður.

HK vann 2-1 endurkomusigur gegn Gróttu í gær þar sem Ásgeir Marteinsson og Stefán Ingi Sigurðarson skoruðu mörkin. Þeir eru báðir í úrvalsliði umferðarinnar, líkt og fyrirliði HK-inga Leifur Andri Leifsson.

Mathias Laursen skoraði bæði mörk Fylkis sem vann 2-0 útisigur gegn Fjölni. Arnór Gauti Jónsson átti mjög öflugan leik á miðjunni og Ólafur Kristófer Helgason var öruggur í markinu.



Leikmaður umferðarinnar er Marciano Aziz í Aftureldingu. Hann skoraði tvö góð mörk og stýrði leiknum á miðjunni þegar Mosfellingar fóru á Selfoss og rúlluðu yfir heimamenn 4-1. Aziz er tvítugur Belgi sem er á láni frá KAS Eupen og býr yfir miklum gæðum. Afturelding er á mjög flottu skriði í deildinni og Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar.

Þórsarar unnu annan leik sinn í röð þegar þeir fóru til Grindavíkur og fögnuðu 2-1 sigri. Alexander Már Þorláksson skoraði bæði mörk Akureyrarliðsins og Elmar Þór Jónsson lagði þau bæði upp.

Vestri vann auðveldan 4-0 sigur gegn Þrótti Vogum þar sem Denis Yaldir var valinn maður leiksins og Axel Freyr Harðarson skoraði bæði mörk Kórdrengja sem gerðu 2-2 jafntefli gegn KV.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 13. umferðar - Nicolaj Madsen (Vestri)
Leikmaður 12. umferðar - Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner