Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. júlí 2022 11:25
Elvar Geir Magnússon
Lið 12. umferðar - Ásgeir Eyþórs leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Ásgeir Eyþórsson.
Ásgeir Eyþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Luke Rae.
Luke Rae.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var líf og fjör í 12. umferð Lengjudeildarinnar en umferðinni lauk á laugardaginn. Ásgeir Eyþórsson varnarmaður Fylkis hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar.

„Alltaf flottur í vörninni og hæðin á honum gerir honum kleift að vera mjög ógnandi í föstum leikatriðum," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem valdi Ásgeir mann leiksins í 4-1 sigri gegn Kórdrengjum, Ásgeir var meðal markaskorara.

Fylkir er í öðru sæti deildarinnar en liðið á annan fulltrúa í úrvalsliðinu, það er Arnór Breki Ásþórsson.

HK er með eins stigs forystu á toppnum, liðið vann 4-0 sigur gegn KV. Ásgeir Marteinsson skoraði annað mark leiksins og var valinn besti maður vallarins. Arnþór Ari Atlason er einnig í úrvalsliðinu.



Þjálfari umferðarinnar er Brynjar Gestsson, þjálfari Þróttar Vogum, en liðið vann óvæntan 2-0 sigur gegn Grindavík þar sem Hans Mpongo skoraði bæði mörkin í sínum fyrsta leik. Fyrsti sigur Þróttara í sumar.

Kjartan Kári Halldórsson heldur áfram að vera magnaður með Gróttu en hann var valinn besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins og skoraði svo tvívegis í 3-0 sigri gegn Selfoss. Luke Rae átti mjög öflugan leik og er líka í liði 12. umferðar.

Sigurjón Daði Harðarson ver mark úrvalsliðsins en hann var valinn maður leiksins í 4-1 útisigri Fjölnis gegn Þór Akureyri. Lúkas Logi Heimisson var meðal markaskorara og átti mjög öflugan leik.

Þá gerði Afturelding frábæra ferð á Ísafjörð og vann 4-1 útisigur gegn Vestra. Georg Bjarnason var valinn maður leiksins og Ásgeir Frank Ásgeirsson var þar í öðru sæti.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 11. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner