mán 11. júlí 2022 13:30
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar - Benedikt bestur í annað sinn
Lengjudeildin
Benedikt Daríus
Benedikt Daríus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn átti góðan leik gegn Vestra
Ívar Örn átti góðan leik gegn Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmann skoraði sigurmarkið gegn Þrótti.
Guðmann skoraði sigurmarkið gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Daríus Garðarsson var valinn besti leikmaður vallarins þegar Fylkir vann 4-0 sigur á Þór á laugardag. Benedikt er leikmaður 11. umferðar í Lengjudeildinni og er það í annað sinn sem hann er valinn maður umferðarinnar. Benedikt skoraði eitt og lagði upp eitt þegar Fylkir komst í toppsæti deildarinnar.

Nikulás Val Gunnarsson var einnig á skotskónum, skoraði tvö mörk og er í liðinu ásamt Benedikt. Þá er Birkir Eyþórsson einnig í liðinu en hann átti stoðsendingu í leiknum.



Á Olísvellinum á Ísafirði enduðu leikar 3-3 þegar HK heimsótti Vestra. Ívar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir HK og átti einnig risastóran þátt í fyrsta marki liðsins. Nicolaj Madsen átti þá góðan dag í liði Vestra, skoraði eitt og lagð upp annað.

Í Grafarvogi unnu heimamenn í Fjölni 2-1 sigur á Aftureldingu. Lúkas Logi Heimisson skoraði annað mark Fjölnis og Hans Viktor Guðmundsson átti góðan dag í hjarta varnarinnar hjá heimamönnum.

Í Safamýri unnu Kórdrengir 1-0 sigur á botnliði Þróttar. Guðmann Þórisson skoraði eina mark leiksins og er í liði umferðarinnar í fyrsta sinn í sumar.

Selfoss er áfram við toppinn eftir útisigur á KV. Gary Martin var besti maður vallarins, skoraði seinna mark sinna manna og Stefán Þór Ágústsson í marki Selfoss varði vítaspyrnu í leiknum.

Þá vann Grindavík 3-1 sigur á Gróttu suður með sjó. Alfreð Elías Jóhannsson sem þjálfar Grindavík er þjálfari umferðarinnar og Viktor Guðberg Hauksson í hægri bakverðinum hjá Grindvíkingum er í liði umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar

Sjá einnig:
Leikmaður 10. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 9. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 8. umferðar - Stefán Ingi Sigurðarson (HK)
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner