Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 08. ágúst 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aksentije Milisic
Pepe leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgalski varnarmaðurinn Pepe tilkynnti í dag að skórnir væru farnir upp í hillu, leikmannaferli hans væri lokið.

Pepe er 41 árs og voru hans síðustu leikir á ferlinum með portúgalska landsliðinu.

Pepe tilkynnti tíðindin með kveðjumyndbandi á Instagram. Hann lék 878 leiki á sínum ferli og vann 34 titla. Hann lék með Maritimo, Porto, Real Madrid, Besiktas og lauk svo ferlinum með fimm tímabilum hjá Porto.

Hann vann Meistaradeildina þrisvar, portúgölsku deildina fjórum sinnum og spænsku deildina þrisvar. Hann vann EM og Þjóðadeildina með landsliðinu; lék alls 141 landsleik og skoraði átta mörk. Hann var maður leiksins í úrslitaleik EM 2016 þegar Portúgalir lögðu lið Frakka að velli.




Athugasemdir
banner
banner
banner