Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst Túfa klúðra leiknum
Túfa, þjálfari Vals.
Túfa, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst Túfa svolítið klúðra þessum leik," sagði Magnús Haukur Harðarson í Innkastinu þegar rætt var um leik Vals og ÍA sem fór fram á dögunum.

„Sammála því," sagði Valur Gunnarsson um hæl.

Valur hefði getað komið sér í þægilegri stöðu á toppi deildarinnar með sigri á Skaganum. Valsmenn komust í 2-0 og voru að spila frábærlega, en misstu það niður í 2-2 í síðari hálfleik. Valur er því bara með tveggja stiga forystu á toppnum í Bestu deildinni, en ekki fjögurra stiga.

„Með innáskiptingum, með breytingum á færslum í vörninni, hann róteraði alltof mikið af stöðum og mér fannst ekki þörf á því að breyta svona mikið," sagði Magnús Haukur.

„Það kemur þessi þrefalda skipting á 72. mínútu þar sem Patrick, Skoglund og Andi Hoti fara út af. Andi Hoti var ekki meiddur, til hvers að taka leikmann úr vörninni?"

„Í þessari þreföldu skiptingu gerirðu fimm breytingar á liðinu. Bjarni Mark fer í hafsentinn, það koma tveir nýir inn á miðjuna, Tryggvi fer upp á topp og Adam fer út á kant. Þú ert 2-1 yfir á móti liði sem er í neðsta sæti og þú ert með allt 'momentum' með þér. Þú verður að treysta liðinu til að klára þetta og 'suffera' aðeins. Hann gerir rosalega miklar breytingar með þessum skiptingum og mér finnst það rosalega skrítið," sagði Valur. „Auðvitað riðlar það leiknum og það má líka setja spurningamerki við ýmsa sem koma þarna inn á."
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Athugasemdir
banner