Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frimpong líka hugsaður sem staðgengill fyrir Salah
Jeremie Frimpong.
Jeremie Frimpong.
Mynd: Liverpool
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að Jeremie Frimpong sé ekki bara keyptur til að spila sem hægri bakvörður. Hann geti einnig leyst Mohamed Salah af hólmi á hægri kantinum.

Liverpool mætir Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina og er búist við að Frimpong, sem var fenginn frá Bayer Leverkusen í sumar, spili hægri bakvörð þar.

En hann er líka hugsaður sem hægri kantmaður og það mun nýtast vel þegar Salah fer í Afríkukeppnina á miðju tímabili.

„Við fengum Jeremie Frimpong af mörgum ástæðum en ein þeirra var sú að hann getur fyllt í skarðið ef Mo spilar ekki," sagði Slot.

Frimpong er eldsnöggur en það verður gaman að fylgjast með honum taka skrefið í enska boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner