
Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þór Akureyri var hetjan í Árbænum þegar Þór vann Fylki 2-1 í Lengjudeild karla.
„Tilfinningin er geggjuð. Þetta var erfiður leikur, hlupum mikið og við gerðum allt fyrir þrjú stigin og það skilaði sér."
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Þór
„Við mætum út í seinni hálfleikinn og klárum leikinn þá, fyrri hálfleikurinn var erfiður, við vorum að koma úr erfiðu ferðalagi og menn þreyttir í löppunum og við klárum leikinn í seinni hálfleik."
Þór Akureyri hefur verið á mjög góðu skriði í deildinni en liðið hefur fengið þrettán stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og er liðið að sækja góð úrslit á mikilvægum tímapunkti í deildinni.
„Við ætlum okkur upp og við erum að miða á fyrsta sætið en ef það gerist ekki þá ætlum við upp eftir úrslitakeppnina."
Einar Freyr Halldórsson hefur verið einn besti maður Þórsara á tímabilinu en hann er aðeins sextán ára gamall og verður sautján á árinu. Einar Freyr skoraði sigurmarkið í kvöld með góðu marki og tryggði Þór stigin þrjú.
„Mér finnst það bara vera búið að vera gott en ég meiddist í lok Mai og það var erfitt en ég er búin að koma sterkur til baka finnst mér og ég er ánægður að vera hjálpa liðinu."
Nánar var rætt við Einar Frey þar sem hann var nánar spurður út í sinn leik, stefnu í atvinnumennsku og fleira.