Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Bjarni Jó: Þurfum bara að fjölga góðu mínútunum og fækka þeim slæmu
Gunnar Heiðar: Hef séð þrjár fæðingar á ævinni og þessi er langerfiðust af þeim
Jóhann Birnir: Var vælandi allan leikinn
Gunnar Már brjálaður út í dómgæsluna: Af hverju eru menn að ljúga
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
„Þegar það rignir þá hellirignir“
Hemmi: Sex leikir eftir og allt eins og það á að vera
Einar Guðna: Ætla ekki að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp
Addi Grétars: Held þetta hafi verið eina skotið þeirra á markið í seinni
Þórdís Elva: Ekkert að hugsa um atvinnumenskuna
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
   fös 08. ágúst 2025 20:51
Anton Freyr Jónsson
Einar Freyr hetja Þórs í Árbænum „Komið sterkur til baka og er ánægður að vera hjálpa liðinu"
Lengjudeildin
Einar Freyr er aðeins sextán ára gamall
Einar Freyr er aðeins sextán ára gamall
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Einar Freyr Halldórsson, leikmaður Þór Akureyri var hetjan í Árbænum þegar Þór vann Fylki 2-1 í Lengjudeild karla.

„Tilfinningin er geggjuð. Þetta var erfiður leikur, hlupum mikið og við gerðum allt fyrir þrjú stigin og það skilaði sér."


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Við mætum út í seinni hálfleikinn og klárum leikinn þá, fyrri hálfleikurinn var erfiður, við vorum að koma úr erfiðu ferðalagi og menn þreyttir í löppunum og við klárum leikinn í seinni hálfleik."

Þór Akureyri hefur verið á mjög góðu skriði í deildinni en liðið hefur fengið þrettán stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og er liðið að sækja góð úrslit á mikilvægum tímapunkti í deildinni. 

„Við ætlum okkur upp og við erum að miða á fyrsta sætið en ef það gerist ekki þá ætlum við upp eftir úrslitakeppnina."

Einar Freyr Halldórsson hefur verið einn besti maður Þórsara á tímabilinu en hann er aðeins sextán ára gamall og verður sautján á árinu. Einar Freyr skoraði sigurmarkið í kvöld með góðu marki og tryggði Þór stigin þrjú. 

„Mér finnst það bara vera búið að vera gott en ég meiddist í lok Mai og það var erfitt en ég er búin að koma sterkur til baka finnst mér og ég er ánægður að vera hjálpa liðinu."

Nánar var rætt við Einar Frey þar sem hann var nánar spurður út í sinn leik, stefnu í atvinnumennsku og fleira.


Athugasemdir