Jack Grealish, James McAtee og Stefan Ortega eru allir utan hóps hjá Manchester City í æfingaleik gegn Palermo á morgun.
Það er óvissa um framtíð þessara leikmanna en þeir virðast ekki vera í plönum Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Það er óvissa um framtíð þessara leikmanna en þeir virðast ekki vera í plönum Pep Guardiola, stjóra liðsins.
Everton er í viðræðum um að fá Grealish á láni en félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi. Grealish má yfirgefa Man City eftir að hafa verið keyptur fyrir 100 milljónir punda fyrir fjórum árum.
City hafnaði 25 milljón punda tilboði frá Nottingham Forest í McAtee fyrir stuttu en Crystal Palace hefur einnig sýnt honum áhuga.
Þá má Stefan Ortega fara eftir að James Trafford var keyptur frá Burnley.
Athugasemdir