Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liggur við verið vesen frá því að Daði Lár var í markinu
Daði Lárusson, fyrrum markvörður FH.
Daði Lárusson, fyrrum markvörður FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthias Rosenörn hefur ekki verið sérlega góður í markinu hjá FH-ingum í sumar. En það er gömul saga og ný fyrir Fimleikafélagið, að markvörður komi í liðið og finni sig ekki.

„Ef ég tek bara markmannsstöðu FH, þá hefur það verið vesen liggur við frá því að Daði Lár var í markinu," sagði FH-ingurinn Magnús Haukur Harðarson í Innkastinu á dögunum.

Rosenörn kom í FH fyrir tímabilið eftir að hafa verið varamarkvörður Stjörnunnar á síðustu leiktíð.

„Hann er með ljóta klippingu og er góður að sparka í boltann, og meira er það ekki. Þetta er leik eftir leik," sagði Magnús Haukur en Rosenörn gerði mistök í síðasta leik gegn Víkingum sem kostuðu mark.

„Svo ertu með varnarlínu... Ísak (Óli Ólafsson) sem hefði mögulega átt að fara með bróður sínum til Keflavíkur. Það er búið að tjasla honum saman til þess að koma honum af stað en leik eftir leik er hann úr stöðu. Hann vinnur ekki skallabolta á svæðinu sínu í hornspyrnum. Ahmad Faqa er búinn að vera frábær. Ef hann væri ekki, þá væri FH í miklu verri stöðu. Böddi og Birkir Valur í bakvörðunum, það kemur ekkert úr þeim."

„Besti leikmaður FH er Björn Daníel Sverrisson og það er árið 2025," sagði Maggi en hann hefur áhyggjur af stöðu mála í Kaplakrika. FH er sem stendur í níunda sæti Bestu deildarinnar og hefur bara unnið einn leik af síðustu fimm.

Hræddur við falldrauginn
Hann gagnrýnir Heimi Guðjónsson, þjálfara FH, og hans starfslið fyrir leikstjórn.

„Túfa (þjálfari Vals) skeit á sig í skiptingum og stjórnun leiks. Heimir Guðjóns og hans starfslið hefur gert það svona fimm, sex, sjö eða átta sinnum í sumar, varðandi skiptingar á einhverjum tímapunkti," sagði Maggi og gagnrýndi skiptingarnar í leiknum gegn Víkingi á dögunum.

„Stjórnun í leiknum var styrkleiki hjá Heimi en það virðist ekki vera til staðar lengur. Hann kostar FH á þessu tímabili."

Maggi er hræddur við falldrauginn.

„100 prósent. Þú getur ekki sagt að eitt lið fari bókað niður. KR-leikurinn, þessi leikur... þeir eru ekki að ná að klára leikina og á meðan varnarleikurinn er eins og hann er," sagði Maggi og talaði um að það vantaði ástríðu og áræðni í leikmenn FH.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Athugasemdir
banner