Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
banner
   fös 08. ágúst 2025 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin töpuðu í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í danska boltanum, þar sem Kristall Máni Ingason kom inn af bekknum á lokakaflanum á útivelli gegn Viborg.

Kristall Máni leikur með Sönderjyske og lenti liðið undir í fyrri hálfleik. Kristali var skipt inn af bekknum á 71. mínútu en honum tókst ekki að hafa áhrif á lokatölurnar í jöfnum og tíðindalitlum slag. 1-0 fyrir Viborg.

Liðin áttust við í fjórðu umferð og er Sönderjyske með fjögur stig. Viborg er komið með sex stig.

Rúnar Alex Rúnarsson var þá ekki í hóp hjá FC Kaupmannahöfn sem tapaði óvænt á heimavelli gegn AGF frá Árósum.

AGF komst í þriggja marka forystu í Kaupmannahöfn og tókst heimamönnum að minnka muninn niður í eitt mark á góðum lokakafla en það dugði ekki til. Lokatölur 2-3.

FCK er áfram á toppi deildarinnar, með 9 stig eftir 4 umferðir. Þetta var aftur á móti fyrsti sigur AGF á tímabilinu og er liðið komið með 5 stig.

Að lokum voru Adam Ingi Benediktsson og Ægir Jarl Jónasson í byrjunarliði AB Kaupmannahafnar sem tapaði einnig heimaleik.

Akademisk Boldklub tók á móti Helsingör í C-deildinni og tapaði leiknum í síðari hálfleik eftir markalausan fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti leikur AB á nýju deildartímabili eftir að hafa endað í fjórða sæti á síðustu leiktíð.

Viborg 1 - 0 Sonderjyske

FC Kobenhavn 2 - 3 Aarhus

Akademisk Boldklub 1 - 2 Helsingor

Athugasemdir
banner