Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   fös 08. ágúst 2025 20:59
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Höskulds: Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var frábær sigur," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir 2-1 sigur gegn Fylki í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Þór

„Ég er virkilega stoltur af strákunum að 'grinda' þennan seinni hálfleik, og ná þessu sigurmarki. Mér fannst við góðir í fyrri hálfleik, megninu til. Við verðum auðvitað fyrir smá skakkaföllum nánast bara strax. Grego (Christian Jakobsen) fær högg á lærið, nánast bara á fyrstu mínútu og það riðlar miklu. Við þurfum að setja menn í stöður sem þeir hafa ekki spilað. Mér fannst við betri aðilinn megnið af fyrri hálfleik. Svo taka Fylkir náttúrulega bara yfir í seinni hálfleik, og mér fannst við svona pínu þungir, og ekki ná takt í okkar leik. Við þurftum að þjást í seinni hálfleik, en ég er virkilega stoltur af liðinu að ná í þessi þrjú stig. Það er ekki oft sem okkur hefur tekist það," sagði Siggi.

Þór lá undir mikilli pressu í seinni hálfleik en öfugt við það sem hefur oft gerst á tímabilinu þá náðu þeir að sækja sigurmarkið. Þvert gegn gangi leiksins.

„Þetta er eitthvað nýtt hjá liðinu að ná að 'grinda' svona sigra. Ég er gríðarlega stoltur af liðinu, þetta sýndi frábæran karakter að vinna þetta. Á hinn bóginn fannst mér Fylkis liðið bara gott í seinni hálfleik. Það virkar á mig eins og það séu einhver álög á liðinu að geta ekki skorað og vinna svona leiki. Virkilega vel gert hjá okkur að loka þessu," sagði Siggi.

Það eru sex leikir eftir og Þór er í mikilli baráttu um það að komast upp í efstu deild.

„Við horfum bara á næsta leik, við eigum Völsung í næsta leik á Húsavík. Við þurfum bara aðeins að tjasla okkur saman fyrir það og vonandi fáum við inn tvo gaura sem voru ekki með í dag. Þannig ég held við verðum góðir á Húsavík," sagði Siggi.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner