Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáð í spilin fyrir Championship
Ipswich er talið líklegt til að fara beint aftur upp.
Ipswich er talið líklegt til að fara beint aftur upp.
Mynd: EPA
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson.
Mynd: Birmingham City
Championship, næst efsta deild Englands, fer aftur af stað í kvöld en deildin er alltaf skemmtileg og oftast mjög jöfn.

Hollywood félögin Birmingham og Wrexham eru komin upp og þau stefna hátt. Þessi tvö félög ætla ekki að vera í fallbaráttu, heldur stefna þau á að vera í efri hlutanum og jafnvel í baráttu um að komast í ensku úrvalsdeildina.

Það eru tvö Íslendingafélög í deildinni en það eru Birmingham, þar sem Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson eru á meðal leikmanna, og svo Preston með Stefán Teit Þórðarson inn á miðsvæðinu.

Enska götublaðið The Sun fékk sérfræðing sinn um neðri deildirnar, Justin Allen, til að spá í spilin.

Hann spáir því að Ipswich og Leicester fari beint upp. Þessi lið féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en Ipswich er talið líklegasta liðið til að fara beint upp úr deildinni þrátt fyrir að hafa misst sóknarmanninn Liam Delap til Chelsea.

Jafnframt er því að spáð að Birmingham fari beint í umspilið um að komast upp en það er búið að leggja mikið í þetta lið. Einnig er því að spáð að lærisveinar Frank Lampard í Coventry fari í umspilið ásamt Sheffield United og Southampton.

Allen spáir því að Millwall, Wrexham, Derby og Norwich geti komið á óvart og blandað sér í baráttuna um að fara upp.

En hvaða lið falla? Sheffield Wednesday er í hörmulegum málum utan vallar og það er nánast bókað að þeir fari niður. Allen spáir því að Oxford og Hull fari með þeim.

Opnunarleikur deildarinnar er leikur Birmingham og Ipswich í kvöld, sem verður mjög svo áhugaverður.


Athugasemdir
banner
banner