Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 08. ágúst 2025 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Lengjudeildin
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við alltaf betri í þessum leik," sagði Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Leiknismenn komust í 2-0 í byrjun leiks, en Grindvíkingar náðu að snúa því við og taka sigurinn. Adam skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Þið lendið 2-0 undir snemma, var það sjokk?

„Ég held að það sé ekkert hægt að henda í Grindvíkinga núna sem mætti teljast 'sjokk'. Við höfum dílað við allt sem hægt er að díla við á þessu ári og því síðasta. Þetta var ekkert sjokk, það var áfram með þetta."

Um sinn leik sagði Adam: „Bara frábært. Ég var í vafa um það hvort ég gæti spilað í upphitun. Ég var að drepast í hnénu. Svo bara nóg af hitakremi og jákvæðni. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig og þegar þetta smellur, þá smellur þetta. Við héldum bara áfram."

Fannstu ekkert fyrir þessum meiðslum í leiknum?

„Ég skora mark og þá gleymir maður því. Ég vissi að þetta væri ekkert alvarlegt. Bara högg eftir síðasta leik. Boginn gerir manni enga greiða líkamlega. En bara áfram með þetta," sagði Adam.

Líður mjög vel í Grindavík
Adam Árni var keyptur í Grindavík þegar jarðhræringar voru að hefjast í bænum undir lok árs 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Þrótti Vogum. Hann hefur gengið í gegnum mikið með liðinu sem er núna byrjað að spila aftur í Grindavík.

„Það er bara frábært. Þó við getum ekki æft hérna á veturnar, þá er geggjað að koma hingað. Okkur líður hvergi betur. Vonandi förum við að taka heimasigrana núna. Okkur líður best í Grindavík," segir Adam.

Eitthvað hefur verið rætt um áhuga úr Bestu deildinni á fyrirliða Grindvíkinga, var hann meðal annars orðaður við ÍBV á dögunum. Honum líður hins vegar mjög vel í Grindavík en hann er núna búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Mér líður mjög vel í Grindavík og með það hlutverk sem ég er með. Þetta er Ísland og það þekkja allir alla. Ég er leikmaður Grindavíkur," sagði Adam og bætti við að lokum:

„Þetta er miklu meira en fótbolti. Ég er stoltur að fá að taka þátt í þessu og leiða strákana inn á vellinum."
Athugasemdir