Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 08. ágúst 2025 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Lengjudeildin
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við alltaf betri í þessum leik," sagði Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Leiknismenn komust í 2-0 í byrjun leiks, en Grindvíkingar náðu að snúa því við og taka sigurinn. Adam skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Þið lendið 2-0 undir snemma, var það sjokk?

„Ég held að það sé ekkert hægt að henda í Grindvíkinga núna sem mætti teljast 'sjokk'. Við höfum dílað við allt sem hægt er að díla við á þessu ári og því síðasta. Þetta var ekkert sjokk, það var áfram með þetta."

Um sinn leik sagði Adam: „Bara frábært. Ég var í vafa um það hvort ég gæti spilað í upphitun. Ég var að drepast í hnénu. Svo bara nóg af hitakremi og jákvæðni. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig og þegar þetta smellur, þá smellur þetta. Við héldum bara áfram."

Fannstu ekkert fyrir þessum meiðslum í leiknum?

„Ég skora mark og þá gleymir maður því. Ég vissi að þetta væri ekkert alvarlegt. Bara högg eftir síðasta leik. Boginn gerir manni enga greiða líkamlega. En bara áfram með þetta," sagði Adam.

Líður mjög vel í Grindavík
Adam Árni var keyptur í Grindavík þegar jarðhræringar voru að hefjast í bænum undir lok árs 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Þrótti Vogum. Hann hefur gengið í gegnum mikið með liðinu sem er núna byrjað að spila aftur í Grindavík.

„Það er bara frábært. Þó við getum ekki æft hérna á veturnar, þá er geggjað að koma hingað. Okkur líður hvergi betur. Vonandi förum við að taka heimasigrana núna. Okkur líður best í Grindavík," segir Adam.

Eitthvað hefur verið rætt um áhuga úr Bestu deildinni á fyrirliða Grindvíkinga, var hann meðal annars orðaður við ÍBV á dögunum. Honum líður hins vegar mjög vel í Grindavík en hann er núna búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Mér líður mjög vel í Grindavík og með það hlutverk sem ég er með. Þetta er Ísland og það þekkja allir alla. Ég er leikmaður Grindavíkur," sagði Adam og bætti við að lokum:

„Þetta er miklu meira en fótbolti. Ég er stoltur að fá að taka þátt í þessu og leiða strákana inn á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner