Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   fös 08. ágúst 2025 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Stoltur að leiða Grindavíkurliðið - „Þetta er miklu meira en fótbolti"
Lengjudeildin
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Adam Árni skoraði þrennu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Grindavík kom sér aðeins frá fallsvæðinu með þessum sterka sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við alltaf betri í þessum leik," sagði Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-2 sigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Leiknismenn komust í 2-0 í byrjun leiks, en Grindvíkingar náðu að snúa því við og taka sigurinn. Adam skoraði öll þrjú mörk Grindavíkur í leiknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Þið lendið 2-0 undir snemma, var það sjokk?

„Ég held að það sé ekkert hægt að henda í Grindvíkinga núna sem mætti teljast 'sjokk'. Við höfum dílað við allt sem hægt er að díla við á þessu ári og því síðasta. Þetta var ekkert sjokk, það var áfram með þetta."

Um sinn leik sagði Adam: „Bara frábært. Ég var í vafa um það hvort ég gæti spilað í upphitun. Ég var að drepast í hnénu. Svo bara nóg af hitakremi og jákvæðni. Ég er með frábæra leikmenn í kringum mig og þegar þetta smellur, þá smellur þetta. Við héldum bara áfram."

Fannstu ekkert fyrir þessum meiðslum í leiknum?

„Ég skora mark og þá gleymir maður því. Ég vissi að þetta væri ekkert alvarlegt. Bara högg eftir síðasta leik. Boginn gerir manni enga greiða líkamlega. En bara áfram með þetta," sagði Adam.

Líður mjög vel í Grindavík
Adam Árni var keyptur í Grindavík þegar jarðhræringar voru að hefjast í bænum undir lok árs 2023 eftir að hafa gert góða hluti með Þrótti Vogum. Hann hefur gengið í gegnum mikið með liðinu sem er núna byrjað að spila aftur í Grindavík.

„Það er bara frábært. Þó við getum ekki æft hérna á veturnar, þá er geggjað að koma hingað. Okkur líður hvergi betur. Vonandi förum við að taka heimasigrana núna. Okkur líður best í Grindavík," segir Adam.

Eitthvað hefur verið rætt um áhuga úr Bestu deildinni á fyrirliða Grindvíkinga, var hann meðal annars orðaður við ÍBV á dögunum. Honum líður hins vegar mjög vel í Grindavík en hann er núna búinn að skora tíu mörk í Lengjudeildinni í sumar.

„Mér líður mjög vel í Grindavík og með það hlutverk sem ég er með. Þetta er Ísland og það þekkja allir alla. Ég er leikmaður Grindavíkur," sagði Adam og bætti við að lokum:

„Þetta er miklu meira en fótbolti. Ég er stoltur að fá að taka þátt í þessu og leiða strákana inn á vellinum."
Athugasemdir
banner
banner