
„Mér fannst við vera betri fyrstu 23 mínúturnar þangað til að Þróttur skorar. Þá verður einhvers konar breyting á momentum í leiknum. Mér fannst þær (Þróttur) taka aðeins yfir og komast í 2-0. Þá fannst mér við vakna aftur og höfðum svona yfirhöndina þannig en Þróttur varðist vel", sagði Einar Guðnason eftir sinn annan leik sem þjálfari Víkings Reykjavíkur.
Nýjasti leikmaður liðsins Ashley Jordan Clark fékk tækifæri strax í byrjunarliðinu og minnkaði muninn fyrir Víking á 54. mínútu leiks.
"Hún (Ashley) skoraði þannig að eitthvað gerði hún rétt. Hún fékk þarna tvo þrjá sénsa sem hún hefði getað gert betur. Kannski er hún smá ryðguð, hún hefur ekki spilað fótbolta í smá tíma. Við verðum bara að vona að þetta sé það sem koma skal"
Nýjasti leikmaður liðsins Ashley Jordan Clark fékk tækifæri strax í byrjunarliðinu og minnkaði muninn fyrir Víking á 54. mínútu leiks.
"Hún (Ashley) skoraði þannig að eitthvað gerði hún rétt. Hún fékk þarna tvo þrjá sénsa sem hún hefði getað gert betur. Kannski er hún smá ryðguð, hún hefur ekki spilað fótbolta í smá tíma. Við verðum bara að vona að þetta sé það sem koma skal"
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Víkingur R.
Það vakti athygli að Shaina Faiena Ashouri hinn framherjinn sem gékk aftur til liðs við Víking í glugganum var á bekknum allan tímann. Var hún kannski meidd?
„Já hún fékk smá tak, við reyndum en það var ekki þess virði að láta hana spila og meiðast þá kannski aðeins meira. Sama með Freyju (Stefánsdóttir) hún meiddist á æfingu og við vitum ekki hversu lengi hún verður frá"
Það horfir til betri vegar hjá stelpunum í Víkingi eftir að Einar Guðnason tók við af John Andrews og hann virðist vera að ná betur til liðsins en forveri sinn.
„Það er búið að ganga ýmislegt á með hópinn, það eru búin að vera meiðsli, leikmenn sem verða óléttir og smá rót á hópnum. Ég ætla ekkert að fara að lasta þá sem voru á undan mér eða hefja mig upp"
Fannst Einari rauða spjaldið réttmætt?
„Hendin hennar (Sóleyjar) er alla veganna í hárinu hennar og hún (Linda) kippist aðeins til. Var þetta viljandi, var þetta ekki viljandi. Ég hef séð rautt spjald fyrir svona"
Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan
Athugasemdir