
Keflavík tapaði 3-0 gengn HK í Kórnum fyrr í kvöld, Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: HK 3 - 0 Keflavík
„Gríðarlegt svekkelsi, við fáum auðvitað víti hér í byrjun sem við klúðrum. Fyrir utan það spilum við mjög vel og ótrúlegt að staðan sé allt í einu orðin 2-0 fyrir HK eftir tuttugu mínútur.
Við einhvern veginn að elta og svo heldur það áfram í seinni hálfleik. Svo gefum við þeim þriðja markið og þá klárast leikurinn, því miður. Það er bara svona, þegar það rignir, þá hellirignir."
Hvað segir maður við hópinn eftir svona leik?
„Það er ekkert annað að segja, en upp upp og áfram og halda áfram. Það eru sex umferðir eftir og við erum í smá brekku. Við þurfum að stefna á að komast í þessa úrslitakeppni."
Viðtalið við Harald má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir