Man Utd vill Vlahovic - Al Nassr vill Casemiro - Real Madrid vill Van de ven
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
   fös 08. ágúst 2025 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þessi sigur var yndislegur og rúmlega það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir 3-2 endurkomusigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Grindavík lenti 0-2 undir snemma leiks en kom til baka og vann mjög svo sætan 3-2 sigur.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

„Þetta var erfiður leikur. Við byrjum hann illa, þeir komast í 1-0 og svo skorar Shkelzen bara flottasta mark tímabilsins. Það hefði rotað marga held ég en mér fannst við taka öll völd út hálfleikinn. Við jöfnum og svo fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Ég er hæstánægður."

Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur, skoraði þrennu í kvöld og var stórkostlegur.

„Adam er búinn að fara upp og niður. Það er búið að reyna mikið á hann á þessu tímabili. Líkamlega hefur hann þurft að spila 90 mínútur í öllum leikjum. Hann hefur fengið tvö rauð spjöld en er búinn að skora 10 mörk í deildinni. Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur og ég er virkilega glaður fyrir hans hönd," sagði Haraldur Árni. „Það er ekki slæmt að vera með svona senter."

Er ekki skemmtilegast að vinna leiki svona?

„Ég veit það ekki. Eftir á, jú að sjálfsögðu. Við gerðum þetta á móti Fjölni líka. Mér leið ekkert vel en þetta er hrikalega sterkt fyrir okkur og sýnir hugarfarið. Það hefur gengið illa en trúin er alltaf til staðar. Við erum góðir en þurfum bara að draga það fram. Það að snúa leiknum, sækja sigurinn og verja hann í lokin gefur okkur mjög mikið," sagði þjálfari Grindvíkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir