Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
   fös 08. ágúst 2025 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þessi sigur var yndislegur og rúmlega það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir 3-2 endurkomusigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Grindavík lenti 0-2 undir snemma leiks en kom til baka og vann mjög svo sætan 3-2 sigur.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

„Þetta var erfiður leikur. Við byrjum hann illa, þeir komast í 1-0 og svo skorar Shkelzen bara flottasta mark tímabilsins. Það hefði rotað marga held ég en mér fannst við taka öll völd út hálfleikinn. Við jöfnum og svo fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Ég er hæstánægður."

Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur, skoraði þrennu í kvöld og var stórkostlegur.

„Adam er búinn að fara upp og niður. Það er búið að reyna mikið á hann á þessu tímabili. Líkamlega hefur hann þurft að spila 90 mínútur í öllum leikjum. Hann hefur fengið tvö rauð spjöld en er búinn að skora 10 mörk í deildinni. Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur og ég er virkilega glaður fyrir hans hönd," sagði Haraldur Árni. „Það er ekki slæmt að vera með svona senter."

Er ekki skemmtilegast að vinna leiki svona?

„Ég veit það ekki. Eftir á, jú að sjálfsögðu. Við gerðum þetta á móti Fjölni líka. Mér leið ekkert vel en þetta er hrikalega sterkt fyrir okkur og sýnir hugarfarið. Það hefur gengið illa en trúin er alltaf til staðar. Við erum góðir en þurfum bara að draga það fram. Það að snúa leiknum, sækja sigurinn og verja hann í lokin gefur okkur mjög mikið," sagði þjálfari Grindvíkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner