Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fös 08. ágúst 2025 23:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Halli Hróðmars: Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur
Lengjudeildin
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þessi sigur var yndislegur og rúmlega það," sagði Haraldur Árni Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir 3-2 endurkomusigur á Leikni í Lengjudeildinni í kvöld.

Grindavík lenti 0-2 undir snemma leiks en kom til baka og vann mjög svo sætan 3-2 sigur.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

„Þetta var erfiður leikur. Við byrjum hann illa, þeir komast í 1-0 og svo skorar Shkelzen bara flottasta mark tímabilsins. Það hefði rotað marga held ég en mér fannst við taka öll völd út hálfleikinn. Við jöfnum og svo fannst mér þetta verðskuldaður sigur. Ég er hæstánægður."

Adam Árni Róbertsson, fyrirliði Grindavíkur, skoraði þrennu í kvöld og var stórkostlegur.

„Adam er búinn að fara upp og niður. Það er búið að reyna mikið á hann á þessu tímabili. Líkamlega hefur hann þurft að spila 90 mínútur í öllum leikjum. Hann hefur fengið tvö rauð spjöld en er búinn að skora 10 mörk í deildinni. Hann er algjörlega ómetanlegur fyrir okkur og ég er virkilega glaður fyrir hans hönd," sagði Haraldur Árni. „Það er ekki slæmt að vera með svona senter."

Er ekki skemmtilegast að vinna leiki svona?

„Ég veit það ekki. Eftir á, jú að sjálfsögðu. Við gerðum þetta á móti Fjölni líka. Mér leið ekkert vel en þetta er hrikalega sterkt fyrir okkur og sýnir hugarfarið. Það hefur gengið illa en trúin er alltaf til staðar. Við erum góðir en þurfum bara að draga það fram. Það að snúa leiknum, sækja sigurinn og verja hann í lokin gefur okkur mjög mikið," sagði þjálfari Grindvíkinga en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir