Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
   fös 08. ágúst 2025 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Gústi Gylfa: Ég skal gera þá að hetjum
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknismenn fagna marki í kvöld.
Leiknismenn fagna marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir komst í 0-2 en tapaði 3-2.
Leiknir komst í 0-2 en tapaði 3-2.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður bara hörmulega," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Leiknis, eftir 3-2 tap gegn Grindavík í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við komumst í 2-0 og ég hélt að við myndum ganga á lagið þar, slátra þessum leik. En við förum í einhvern varnargír og dettum fulllangt niður með vindi, í staðinn fyrir að stíga upp og sýna hungur og vilja til að bæta við."

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Leiknir R.

Grindavík jafnaði metin fyrir hálfleik og skoraði svo sigurmarkið í lokin.

„Þetta er ekki gott fyrir framhaldið. Við þurfum að stíga upp. Það er stutt í næsta leik sem verður hörku fallbaráttuslagur fyrir Fylki," sagði Gústi.

Eins og Gústi nefnir þá kemst Leiknir í 2-0 og tilfinningin var þá sú að Grindvíkingarnir myndu brotna, en annað kom á daginn.

„Í rauninni brotnum við það frekar að komast í 2-0, sem er með ólíkindum. Grindvíkingarnir koma sterkir til baka af því við leyfðum þeim það."

Við þurfum á því að halda að fá ný andlit
Líklega er þetta merki liðs sem er með afskaplega lítið sjálfstraust. Leiknir er á botni Lengjudeildarinnar með tíu stig og útlitið er ekki gott.

„Við hleypum Grindvíkingunum mjög langt frá okkur og þeir eru komnir í góða stöðu. Það eru önnur lið þarna niðri en þeir fóru ofar þegar við ætluðum að nálgast þá. Því miður náum við ekki að brúa bilið og töpum enn einum leiknum. Við þurfum að fara að snúa þessu okkur í vil," sagði Gústi.

Félagaskiptaglugginn lokar eftir helgi. Ætla Leiknismenn að bæta við sig?

„Við erum búnir að reyna það en það er lítill áhugi fyrir því að koma í Breiðholtið eins og staðan er. Við höldum bara áfram og reynum að styrkja liðið. Við lendum í tveimur meiðslum í dag sem er ekki gott fyrir framhaldið. Við þurfum á því að halda að fá ný andlit."

Af hverju er lítill áhugi fyrir því að koma í Breiðholtið?

„Kannski bara staðan (í deildinni). Það er góð hefð í Breiðholtinu. Þetta er félag sem hefur spilað oft í úrvalsdeild og gert góða hluti. Það er eins og menn séu ekki tilbúnir að taka áskoruninni að koma og hjálpa okkur að halda okkur í deildinni. Ég tek vel á móti mönnum ef þeir eru tilbúnir að koma. Ég skal gera þá að hetjum ef þeir hjálpa okkur að halda sætinu í deildinni," sagði Gústi að lokum.
Athugasemdir
banner