
„Maður er mjög vonsvikin vegna þess að það voru risa stór atriði í lok leiks og annað sem að eru bara rangt dæmt. Maður má náttúrulega ekki segja neitt þó maður sé röflandi allan leikinn,'' segir Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3-3 jafntefli gegn ÍR í 16. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍR 3 - 3 Fjölnir
„Við skorum mark, boltinn fer inn fyrir línuna. Það eru allir sem staðfesta það og það sést á vídeó. Aðstoðardómari segir að hann var alls ekki og langt fyrir utan. Af hverju eru menn að ljúga, hann getur ekki hafa séð þetta. Þeir fá svo víti þegar hann sparkar í andlitið á manninum okkar. Okkar leikmaður rotast við tilfellið, það er það nálægt,''
„Öðru leiti fannst mér við betri í leiknum. Þeir eru drullugóðir í föstu leikatriðum og seinni boltum, við vissum að við værum að fara mæta þessu og gerðum það þokkalega. Hundfúll að fara ekki með þrjú stig . Mér finnst ekki boðlegt að sé verið að gera einhver tilraunar verkefni með dómara sem geta ekki dæmt þetta,''
Gunnar var alls ekki ánægður með finnsku dómarana í leiknum í dag.
„Þeir dæma svo allt öðruvísi heldur en íslensku dómararnir og spjöldin og annað, maður rétt opnar muninn og þá eru menn bara spjaldaðir,''
Gunnar var spurður hvort ÍR fara sáttari heim með stigið eftir leikinn.
„Já ég held það, alveg 100%. Ég var bara rövlandi allan leikinn samkvæmt Jóa. Auðvitað eru þeir ósáttir að tapa stigi á móti botnl iði, en við erum bara ekki botnlið. Eigum ekki að vera það og ætlum ekki að vera það,''
Með stigi í dag fer Fjölnir úr fall sæti.
„Eðlilega er ég sáttur að klífa upp. En við þurfum að fara vinna leiki. Mér finnst við hreinlega rændir, því miður fenguð þið ekki góðan dómara en þetta verður bara svoleiðis og það er ekkert sem við getum gert. Ég ætla segja bara sem minnst.'' segir Gunnar Már alveg í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.