Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 08. ágúst 2025 22:23
Alexander Tonini
Óli Kristjáns: Skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála
Kvenaboltinn
Ólafur Helgi Kristjánsson í úlpunni
Ólafur Helgi Kristjánsson í úlpunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var scrappy leikur fannst mér og Víkingarnir byrja sterkt og er að berjast fyrir lífi sínu. Eru berjast fyrir mikilvæg stig og auðvitað erum við líka að berjast fyrir mikilvæg stig líka. Mér fannst þær (Víkingur) byrja betur. Þegar við fengum ró á boltann og sérstaklega eftir fyrsta markið þá fannst mér við taka leikinn yfir", sagði Ólafur Helgi Kristjánsson eftir erfiðan leik þar sem stelpurnar hans þurftu að spila síðustu 20 mínúturnar manni færri.

Stórt atvik leit dagsins ljós á 72. mínútu leiks þegar Sóley María Steinarsdóttir fékk beint rautt spjald og Þróttur þurfti að klára leikinn manni færri og halda forystunni sem tókst fyrir rest.

„Þær hafa bara gott af þessu, okkar stelpur", sagði Óli um þau málavexti.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 Víkingur R.

Var Óli búinn að sjá atvikið þegar rauða spjaldið leit dagsins ljós og hvað fannst honum um það?

„Það skiptir engu máli hvort ég sé sammála eða ósammála, hún (dómarinn) metur þetta svona að þetta sé rautt spjald. En miðað við það sem ég sé þá skulum við segja að það sé allverulegur vafi"

Nýjasti leikmaður Þróttar Kayla Marie Rollins sýndi það í þessum leik hvað hún er öflug í loftinu og skoraði seinna mark Þróttar með skalla eftir að hafa unnið einvígi gegn Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur sem telst einnig sterk í loftinu.

„Ánægður með hana í dag. Í fyrri hálfleiknum á hún skalla í slá eftir horn og skoraði þetta góða mark. Okkur hefur vantað þetta svolítið í sóknarleiknum okkar að geta ógnað líka á þessari hæð"

Þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Jelena Tinna Kujundzic voru öflugar í dag á miðjunni og í vörn og fóru fyrir sínu liði.

„Jelena er mjög góður varnarmaður og leysti sitt hlutverk vel og mér fannst Sóley gera það líka hinum megin. Báðar mjög sterkar að spila við fljóta sóknarmenn.
Þórdís, Katie, Álfa á miðjunni og það er engin sem að mínu mati stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Þetta var bara góður liðssigur og góð seigla"

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner