Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. september 2020 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar: Erfitt en lærdómsríkt
Icelandair
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var skemmtilegt að fá tækifæri í byrjunarliðinu," sagði hinn 18 ára gamli Andri Fannar Baldursson eftir 5-1 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Andri, sem leikur með Bologna á Ítalíu, var hent í djúpu laugina þar sem hann lék sinn fyrsta A-landsleik.

„Ég er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið. Það er bara gaman," sagði Andri í samtali við Stöð 2 Sport.

Hvernig var að kljást við þessa leikmenn í belgíska landsliðinu?

„Þetta eru leikmenn sem ég lít mjög mikið upp til og fylgist mjög mikið með. Þetta var erfitt en lærdómsríkt. Þetta er hátt tempó, miklar færslur og geggjað að sjá þessa leikmenn spila. Þetta hvetur mig í að halda áfram að verða betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner