Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Afríka: Onana hélt hreinu og Lookman setti tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Brighton
Undankeppnin fyrir Afríkukeppnina er í fullum gangi í landsleikjahlénu og fóru leikir fram bæði í gær og í dag.

Í gær vann stórþjóð Nígeríu þægilegan sigur á heimavelli gegn Benín, þar sem Ademola Lookman skoraði tvennu og gerði Victor Osimhen eitt mark í 3-0 sigri.

Wilfred Ndidi, leikmaður Leicester, var í byrjunarliði Nígeríu og átti stoðsendinguna fyrir mark Osimhen.

Úrvalsdeildarleikmennirnir Calvin Bassey, Alex Iwobi og Ola Aina voru einnig í byrjunarliði Nígeríu ásamt Samuel Chukwueze og Victor Boniface, sem spila fyrir AC Milan og Bayer Leverkusen.

Kelechi Iheanacho og Taiwo Awoniyi sátu allan tímann á varamannabekknum.

André Onana hélt þá hreinu í 1-0 sigri Kamerún gegn Namibíu en Carlos Baleba, miðjumaður Brighton, var valinn sem besti leikmaður vallarins.

Bryan Mbeumo, framherji Brentford, var einnig í byrjunarliði Kamerúna ásamt Zambo Anguissa, fyrrum leikmanni Fulham og núverandi leikmanni Napoli.

Vincent Aboubakar, framherji Besiktas í Tyrklandi, gerði eina mark leiksins á 65. mínútu. Benín spilaði góðan leik en vantaði meiri gæði til að klára færin sín.

Máritanía lagði þá Botsvana að velli með einu marki gegn engu áður en Gambía tapaði heimaleik gegn Túnis.

Yankuba Minteh var í byrjunarliði Gambíu og lagði upp eina mark liðsins en tókst ekki að koma í veg fyrir tap.

Nígería 3 - 0 Benín
1-0 Ademola Lookman ('45+2)
2-0 Victor Osimhen ('78)
3-0 Ademola Lookman ('83)

Kamerún 1 - 0 Namibía
1-0 Vincent Aboubakar ('65)

Máritanía 1 - 0 Botsvana

Gambía 1 - 2 Túnis

Athugasemdir
banner
banner
banner