Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2020 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmenska útgáfan af Zlatan byrjar gegn Íslandi
Icelandair
Denis Alibec.
Denis Alibec.
Mynd: Getty Images
Það er tæpur klukkutími í leik Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM. Leikið er á Laugardalsvelli.

Hægt er að skoða byrjunarlið Rúmeníu hérna.

Mirel Radoi velur Denis Alibec fram yfir George Puscas sem sinn fremsta mann.

Alibec er 29 ára gamall og spilar fyrir Kayserispor í Tyrklandi. Emanuel Rosu, blaðamaður frá Rúmeníu, lýsti Alibec sem Zlatan Ibrahimovic þeirra Rúmena í samtali við Fótbolta.net..

„Ef Alibec er í góðu stuði til að spila, þá er hann okkar útgáfa af Zlatan Ibrahimovic. Hann er kannski 30 prósent af því sem Zlatan er, en samt. Hann er góður leikmaður," sagði Rosu.

Alibec mun þurfa að kljást við besta miðvarpar í sögu íslenska landsliðsins, þá Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson.

Þess má geta að Alibec hefur aðeins skorað tvö mörk í 12 landsleikjum fyrir Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner