Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   þri 08. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Icelandair
watermark Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ísak og Valgeir.
Ísak og Valgeir.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
watermark Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gott að hitta strákana og fara yfir málin. Við ætlum að reyna að ná í sex stig á heimavelli," sagði Valgeir Lunddal, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er stutt á milli leikja og þetta er alvöru áskorun að fara í. Við verðum eiginlega að taka fjögur eða sex stig úr þessum glugga. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

„Landsliðið hefur sýnt það í gegnum tíðina hvað það getur gert á Laugardalsvelli. Það nennir ekkert lið að mæta hingað í tvær gráður og vind. Við verðum að nýta okkar möguleika á þessum velli."

Vonandi heldur þetta svona áfram
Valgeir er nýbúinn að skipta um félag en fór undir lok síðasta félagaskiptaglugga til Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Häcken í Svíþjóð í nokkur ár. Félagið leikur í B-deild Þýskalands.

„Ég bjóst við að ég þyrfti tíma til að koma mér inn í hlutina á nýjum stað og í nýrri deild, en þetta hefur verið fljótt að gerast. Ég er mjög ánægður og vonandi heldur þetta svona áfram," sagði Valgeir.

„Ég var að spila með mjög góðum leikmönnum á fínu stigi í Svíþjóð en þetta er allt miklu stærra. Það eru að meðaltali 45 þúsund manns að mæta á völlinn þarna. Fótboltalega séð er tempóið aðeins hærra en mér finnst ég eiga allt í þetta. Núna er að viðhalda því sem ég er búinn að sýna."

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur einnig með Düsseldorf en hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi. Hann hefur hjálpað Valgeiri mikið á fyrstu vikunum í nýju umhverfi.

„Hann hefur hjálpað mjög mikið. Það er mjög næs að hafa hann. Ísak er góður þýðandi fyrir mig á æfingum og svona. Hann hefur hjálpað mér að koma mér á æfingar. Ég er ekki kominn með bíl enn og hann er alltaf að skutla mér á æfingar og heim," sagði Valgeir léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Valgeir meira um landsliðið og aðdragandann að skiptunum til Düsseldorf.
Athugasemdir
banner
banner