Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 08. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Icelandair
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak og Valgeir.
Ísak og Valgeir.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gott að hitta strákana og fara yfir málin. Við ætlum að reyna að ná í sex stig á heimavelli," sagði Valgeir Lunddal, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er stutt á milli leikja og þetta er alvöru áskorun að fara í. Við verðum eiginlega að taka fjögur eða sex stig úr þessum glugga. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

„Landsliðið hefur sýnt það í gegnum tíðina hvað það getur gert á Laugardalsvelli. Það nennir ekkert lið að mæta hingað í tvær gráður og vind. Við verðum að nýta okkar möguleika á þessum velli."

Vonandi heldur þetta svona áfram
Valgeir er nýbúinn að skipta um félag en fór undir lok síðasta félagaskiptaglugga til Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Häcken í Svíþjóð í nokkur ár. Félagið leikur í B-deild Þýskalands.

„Ég bjóst við að ég þyrfti tíma til að koma mér inn í hlutina á nýjum stað og í nýrri deild, en þetta hefur verið fljótt að gerast. Ég er mjög ánægður og vonandi heldur þetta svona áfram," sagði Valgeir.

„Ég var að spila með mjög góðum leikmönnum á fínu stigi í Svíþjóð en þetta er allt miklu stærra. Það eru að meðaltali 45 þúsund manns að mæta á völlinn þarna. Fótboltalega séð er tempóið aðeins hærra en mér finnst ég eiga allt í þetta. Núna er að viðhalda því sem ég er búinn að sýna."

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur einnig með Düsseldorf en hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi. Hann hefur hjálpað Valgeiri mikið á fyrstu vikunum í nýju umhverfi.

„Hann hefur hjálpað mjög mikið. Það er mjög næs að hafa hann. Ísak er góður þýðandi fyrir mig á æfingum og svona. Hann hefur hjálpað mér að koma mér á æfingar. Ég er ekki kominn með bíl enn og hann er alltaf að skutla mér á æfingar og heim," sagði Valgeir léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Valgeir meira um landsliðið og aðdragandann að skiptunum til Düsseldorf.
Athugasemdir
banner
banner
banner