Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
banner
   þri 08. október 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Icelandair
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak og Valgeir.
Ísak og Valgeir.
Mynd: Fortuna Düsseldorf
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Á æfingu í Kaplakrika í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er alltaf gott að hitta strákana og fara yfir málin. Við ætlum að reyna að ná í sex stig á heimavelli," sagði Valgeir Lunddal, varnarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er stutt á milli leikja og þetta er alvöru áskorun að fara í. Við verðum eiginlega að taka fjögur eða sex stig úr þessum glugga. Við þurfum á öllum stuðningi að halda."

„Landsliðið hefur sýnt það í gegnum tíðina hvað það getur gert á Laugardalsvelli. Það nennir ekkert lið að mæta hingað í tvær gráður og vind. Við verðum að nýta okkar möguleika á þessum velli."

Vonandi heldur þetta svona áfram
Valgeir er nýbúinn að skipta um félag en fór undir lok síðasta félagaskiptaglugga til Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið með Häcken í Svíþjóð í nokkur ár. Félagið leikur í B-deild Þýskalands.

„Ég bjóst við að ég þyrfti tíma til að koma mér inn í hlutina á nýjum stað og í nýrri deild, en þetta hefur verið fljótt að gerast. Ég er mjög ánægður og vonandi heldur þetta svona áfram," sagði Valgeir.

„Ég var að spila með mjög góðum leikmönnum á fínu stigi í Svíþjóð en þetta er allt miklu stærra. Það eru að meðaltali 45 þúsund manns að mæta á völlinn þarna. Fótboltalega séð er tempóið aðeins hærra en mér finnst ég eiga allt í þetta. Núna er að viðhalda því sem ég er búinn að sýna."

Ísak Bergmann Jóhannesson leikur einnig með Düsseldorf en hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi. Hann hefur hjálpað Valgeiri mikið á fyrstu vikunum í nýju umhverfi.

„Hann hefur hjálpað mjög mikið. Það er mjög næs að hafa hann. Ísak er góður þýðandi fyrir mig á æfingum og svona. Hann hefur hjálpað mér að koma mér á æfingar. Ég er ekki kominn með bíl enn og hann er alltaf að skutla mér á æfingar og heim," sagði Valgeir léttur.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Valgeir meira um landsliðið og aðdragandann að skiptunum til Düsseldorf.
Athugasemdir
banner