Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   þri 08. október 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Icelandair
Orri á æfingu landsliðsins í dag.
Orri á æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vel falinn.
Vel falinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir skemmtilegir leikir og báðir á heimavelli. Við verðum að nýta það vel þegar við erum að spila tvo leiki heima," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á næstu dögum spila strákarnir í A-landsliðinu tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeildinni; gegn Wales og Tyrklandi á heimavelli.

„Það er mikilvægt að fá stuðningsmennina með okkur. Við hvetjum auðvitað alla til að koma á völlinn að styðja okkur. Það skiptir okkur miklu máli og hjálpar okkur í hverjum einasta leik," segir Orri en hann telur möguleikana góða fyrir komandi verkefni.

Það var draumakvöld
Orri gekk í raðir spænska félagsins Real Sociedad á metfé undir lok félagaskiptagluggans. Hann hefur verið að koma sér inn í hlutina þar og er búinn að koma sér á blað.

„Þetta hefur verið smá upp og niður. Við lentum í smá markaþurrð rétt eftir síðasta landsliðsglugga. Síðan höfum við verið að taka nokkra sigra og frammistaðan orðin betri. Það er mikið af jákvæðum hlutum að gerast," segir Orri en hann gerði tvennu gegn Valencia á dögunum.

„Það var draumakvöld, alveg frábært. Að setja mark sitt á leikinn og skora tvö mörk var mikilvægt. Það var geggjað kvöld með stuðningsmönnunum og liðsfélögunum."

Það var mikið talað um Orra í stórum fjölmiðlum eftir þann leik og það er mikil athygli á honum en hann er afar spennandi sóknarmaður. Hvernig nær maður sér niður eftir svona kvöld?

„Maður er svolítið mikið uppi eftir leikinn en svo fer maður bara heim og þá er kærastan komin. Hún tekur mann niður á jörðina aftur. Ég er með gott fólk í kringum mig sem heldur mér jarðbundnum á hverjum einasta degi. Kærastan mín passar upp á mig," segir Orri en hvernig hefur gengið að aðlagast nýju landi og nýrri deild?

„Mér finnst það hafa gengið ágætlega. Ég hef prófað fullt af hlutum og er að vinna mig í átt að finna rútínu, að komast aftur í venjulega lífið mitt. Þegar það er allt orðið gott, þá verða hlutirnir inn á vellinum einfaldari."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner