Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 08. nóvember 2014 18:46
Magnús Már Einarsson
Ósvald á leið í Breiðablik
Ósvald er á leið í Breiðablik á nýjan leik.
Ósvald er á leið í Breiðablik á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Ósvald Jarl Traustason hefur ákveðið að ganga til liðs við Breiðablik.

Ósvald mun skrifa undir þriggja ára samning við Blika á mánudag en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Ósvald er uppalinn hjá Blikum en hann fór í Fram fyrir ári síðan.

,,Það er fínt að vera kominn heim. Ég þekki alla strákana og þekki félagið vel," sagði Ósvald við Fótbolta.net.

Eftir fall Fram úr Pepsi-deildinni ákvað Ósvald að nýta sér klásúlu til að rifta samningi sínum við félagið. Fylkir vildi einnig fá Ósvald í sínar raðir en hann ákvað að semja við uppeldisfélagið.

,,Það var allt mjög spennandi sem Blikarnir höfðu að segja. Þó að það séu líka spennandi hlutir sem Fylkir eru að gera þá leyfði ég hjartanu að ráða," sagði Ósvald.

Ósvald á að baki leiki með U17 og U19 ára landsliði Íslands en hann skoraði eitt mark í fimmtán leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.
Athugasemdir
banner
banner