Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. nóvember 2020 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio sakað um að falsa Covid próf gegn Torino
Mynd: Getty Images
Ítölsk lögregluyfirvöld hafa hafið rannsókn á meintum brotum Lazio á sóttvarnarlögum þar í landi. Umrædd brot eru alvarleg og sögð hafa verið framin af beiðni Claudio Lotito, forseta félagsins.

Lazio hafði betur gegn Torino er liðin mættust í Serie A um síðustu helgi og komu bæði Ciro Immobile og Lucas Leiva við sögu. Síðan þá hafa þeir greinst með Covid-19 en grunur leikur á að þeir hafi verið komnir með veiruna og búnir að fá jákvætt úr prófi þegar þeir voru sendir í leikinn til Tórínó.

Ef upplýsingar ítalskra fjölmiðla reynast réttar þá fengu leikmennirnir sjálfir ekki að vita að þeir væru með veiruna. Það var ákveðið að taka þá með til Tórínó og getur Lazio búist við níðþungri refsingu ef satt reynist.

Rannsóknarlögreglumenn eru þessa stundina á æfingasvæði Lazio og hefur Urbano Cairo, forseti Torino, sagst ætla að kæra úrslit leiksins ef Immobile og Leiva voru smitaðir. Lazio hafði betur í fjörugum leik og urðu lokatölur 3-4.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner