Arsenal reynir að fá spænskan markvörð - Líklegt að Sancho fari til Juventus - Everton hefur áhuga á Amrabat
   mán 08. nóvember 2021 11:39
Fótbolti.net
Mikael gaf ekki kost á sér - Hefur verið að spila gegnum meiðsli
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson skoraði fyrir AGF gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í gær og fagnaði af mikilli innlifun.

Mikael var ekki í íslenska landsliðshópnum sem kynntur var í síðustu viku en framundan eru leikir gegn Liechtenstein og Norður-Makedóníu í undankeppni HM.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net ákvað Mikael ekki að gefa kost á sér í komandi verkefni þar sem hann hefur verið að spila í gegnum hnémeiðsli.

Hann vill frekar nota landsleikjagluggann til að ná sér algjörlega af meiðslunum en möguleikar Íslands í riðlinum eru nánast engir fyrir þessa tvo síðustu leiki.

Mikael var í landsliðshópnum í síðasta mánuði, lék síðustu níu mínúturnar í jafnteflinu gegn Armeníu en var ónotaður varamaður gegn Liechtenstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner