Mikil átök brutust út í Amsterdam höfuðborg Hollands eftir Evrópuleik Ajax og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael sem fram fór í gær. Ráðist var á ísraelska stuðningsmenn eftir leikinn, sem endaði með 5-0 sigri Ajax.
Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að um klárt gyðingahatur sé að ræða en óeirðalögreglan hafði í nægu að snúast.
Ýmis myndbönd af látunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar má meðal annars sjá mann liggja í jörðinni á meðan hann er laminn og sparkað í hann.
Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, segir að um klárt gyðingahatur sé að ræða en óeirðalögreglan hafði í nægu að snúast.
Ýmis myndbönd af látunum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar má meðal annars sjá mann liggja í jörðinni á meðan hann er laminn og sparkað í hann.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru fimm einstaklingar fluttir á sjúkrahús og allt að 30 aðrir hlutu minniháttar áverka. Alls hafi 62 verið handteknir en átta karlmenn og tveir undir lögaldri eru enn í gæsluvarðhaldi.
Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur rætt við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Hann lagði áherslu á að ofbeldismennirnir verði eltir uppi og þeir sóttir til saka.
Fyrir leikinn höfðu verið vandræði á Dam torginu fræga þar sem stuðningsmenn Maccabi og mótmælendur sem styðja Palestínu lentu saman Leikurinn sjálfur fór fram án vandræða en um miðnætti sauð allt upp úr víða um miðbæ Amsterdam.
Athugasemdir