Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 10:19
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Burnley neituðu að taka í höndina á honum
Enginn vildi taka í höndina á Osmajic.
Enginn vildi taka í höndina á Osmajic.
Mynd: Skjáskot
Leikmenn Burnley neituðu að taka í höndina á Milutin Osmajic, sóknarmanni Preston, fyrir bikarleik liðanna um helgina.

Osmajic var sakaður um að vera með kynþáttaníð í garð Hannibal Mejbri, miðjumanns Burnley, þegar liðin áttust við í Championship-deildinni 15. febrúar.

Svartfellski sóknarmaðurinn Osmajic var í byrjunarliði Preston á laugardaginn en Hannibal var ekki í leikmannahópnum.

Eftir að hafa reynt að taka í höndina á nokkrum leikmönnum Burnley þá endaði Osmajic á að labba frá leikmönnum án þess að eiga samskipti við þá.

Scott Parker, stjóri Burnley, segir að leikmenn Burnley hafi tekið þá ákvörðun að taka ekki í höndina á Osmajic og hann styður þá ákvörðun.

Osmajic skoraði annað mark Preston í 3-0 sigri gegn Burnley.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner