Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. desember 2021 10:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Vöndu leið ömurlega og hefði farið að gráta ef hún hefði tjáð sig um Eið Smára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári
Eiður Smári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hún ræddi þar um skýrsluna sem birt var í gær. Óháð úttektarnefnd birti niðurstöðu úttektar sinnar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Hún ræddi einnig um hvers vegna hún vildi ekki tjá sig um mál Eiðs Smára Guðjohnsen á dögunum en hann lét af störfum sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins.

„Ég ætla vera hreinskilinn, ég var eiginlega buguð eftir þetta, fannst þetta hrikalega leiðinlegt og var sorgmædd í hjartanu að við hefðum þurft að komast að þessari sameiginlegu niðurstöðu. Ég hefði bara farið að gráta, ég var bara þar. Ég bað Ómar Smárason [upplýsingafulltrúa KSÍ] um að fara í viðtölin fyrir mig. Ég þurfti bara aðeins að ná mér. Ég gat eiginlega ekkert sofið þessa nótt og leið ömurlega," sagði Vanda.

„Það var ekkert að segja, í yfirlýsingunni og í þeim svörum sem Ómar gaf var allt sem var að segja."

Yfirlýsingin:
Vanda: Vil ekki og get ekki tjáð mig um persónuleg mál Eiðs

Mikilvægt að skýrslan verði ekki notuð til að ráðast gegn þolendum
Um niðurstöðu skýrslunar hafði Vanda þetta að segja: „Mér finnst mjög mikilvægt að þessi skýrsla sé ekki notuð til að ráðast gegn þolendum, til að efast um orð þeirra, því nóg er á þolendur lagt."

Vanda segir að það sem hún hafi lesið úr skýrslunni gefi ekki tilefni til þess að ráðast í mannabreytingarnar hjá KSÍ. Hún hefur ekki orðið vitni að þöggunarmenningu innan sambandsins í sinni tíð sem formaður. Sambandið hafi beðið um skýrsluna til þess að setja öll mál upp á borðið.

Hvort þolendur telji skýrsluna gera lítið úr upplifun þeirra eða reynslu vildi Vanda ekki tjá sig um. „Það er ekki mitt að dæma um það. Það sem við getum gert er að skoða skýrsluna og séð hvað í henni stendur varðandi það sem við þurfum að bæta. Við vitum ýmislegt um það sem við þurfum að bæta,“ sagði Vanda.

Vanda ætlar að ræða við Arnar Þór Viðarsson, þjálfara karlalandsliðsins, á föstudag. Líkur eru á því að á þeim fundi verði rætt um skýrsluna sem og ráðningu á aðstoðarþjálfara.

Viðtalið við Rás 2 má nálgast hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner