Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trippier: Eigum ekki að skammast okkar
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið mætir því franska í 8 liða úrslitum á HM en það virðist vera góð ára yfir því enska.

Leikmenn liðsins eru mikið farnir að tala um að vinna mótið í viðtölum en Harry Maguire sagði að liðið trúir því að það geti unnið í ár.

Kieran Trippier bakvörður landsliðsins og Newcastle segir að þeir þurfi ekkert að skammast sín.

„Við erum mjög agaðir og höfum talað um að við viljum ekki missa úr leik, ekki fá á okkur heimsk gul spjöld með því að kasta boltanum í burtu og svona. Auðvitað þarftu stundum að brjóta en það er mikilvægt að við séum 11 inn á vellinum og þú fáir ekki asnaleg spjöld svo mikilvægir leikmenn geti misst úr stórleikjum," sagði Trippier.

„Við höfum bætt okkur svo mikið sem lið og einstaklingar frá því í Rússlandi [HM 2018]. Hvort sem við spilum eða ekki gefum við allt í þetta og erum tilbúnir þegar kallið kemur. Við eigum ekki að skammast okkar fyrir að segja að við viljum vinna HM," sagði Trippier.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner