Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   fös 08. desember 2023 11:58
Elvar Geir Magnússon
„Þetta er ekki afsökun heldur raunveruleikinn“
Mynd: EPA
Newcastle tapaði 3-0 gegn Everton í gær og mætir Tottenham á sunnudaginn klukkan 16:30. Meiðslalisti Newcastle er langur og leikjaálagið verið mikið.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir að álagið sé farið að segja til sín.

„Hópurinn okkar er þunnskipaður. Sama byrjunarliðið hefur þurft að spila leik eftir leik. Ég er vanur því að horfa á bekkinn til að hrista upp í hlutunum en kostirnir eru ekki til staðar," segir Howe.

„Við erum vanir því að vera í þeim takt að spila og hvíla, svo spila aftur. En við þurfum nauðsynlega meiri hjálp. Við þurfum að fá menn af meiðslalistanum. Möguleikinn á því að rúlla á hópnum hefur ekki verið til staðar. Það er ekki afsökun, það er bara raunveruleiki og við þurfum að horfast í augu við hann."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
9 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
10 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner