Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fös 09. janúar 2026 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur gerir tilboð í Shkelzen Veseli
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valur hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net lagt fram tilboð í Shkelzen Veseli leikmann Leiknis. Fleiri félög hafa sýnt leikmanninum áhuga.

Shkelzen er 21 árs miðjumaður sem uppalinn er hjá Leikni.

Hann hefur verið í stóru hlutverki í liðinu undanfarin ár. Á síðasta tímabili skoraði hann sex mörk í tuttugu leikjum í deild og bikar og fimm mörk tímablið þar á undan. Alls á hann að baki 108 KSÍ leiki fyrir Leikni og hefur í þeim skorað sextán mörk.

Shkelzen er samningsbundinn Leikni út þetta ár. Hann var á sínum tíma í úrtakshópum bæði í U17 og U19 landsliðunum.

Valur og Leiknir í viðskiptum síðasta vetur þegar Valur keypti Andi Hoti af Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner