
Shkelzen er uppalinn hjá Leikni, hefur leikið 90 meistaraflokksleiki og skorað í þeim tólf mörk. Sumarið 2022 var hann á láni hjá Þrótti Vogum. Á síðasta tímabili skoraði hann fimm mörk í átján leikjum í Lengjudeildinni.
Shkelzen var á sínum tíma í úrtakshópum yngri landsliðanna. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem var þrisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar í fyrra. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Shkelzen var á sínum tíma í úrtakshópum yngri landsliðanna. Hann er sóknarsinnaður miðjumaður sem var þrisvar sinnum valinn í lið umferðarinnar í fyrra. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Shkelzen Veseli
Gælunafn: Xeni, Skelli
Aldur: 20 ára
Hjúskaparstaða: lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Spilaði minn fyrsta meistaraflokks leik á móti ÍR 2018
Uppáhalds drykkur: Powerade
Uppáhalds matsölustaður: KFC
Uppáhalds tölvuleikur: Fifa
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Já, á eitthvað í Icelandair og siðan er ég meira í sjóðum.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Úff myndi segja Prison Break en Vikings eru geggjaðir líka.
Uppáhalds tónlistarmaður: Butrint Imeri, söngvari frá Kósóvó.
Uppáhalds hlaðvarp: Er ekki mikið að hlusta á hlaðvörp en myndi segja The Joe Rogan Experience.
Uppáhalds samfélagsmiðill: Það er bara Tiktok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Ætli það sé ekki bara Fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Sindri Björnsson og Daði Bærings þeir mega deila þessu milli sín.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ég hringi í þig-Mamma
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Líklegast Ír
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Pablo Punyed
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Það eru nokkrir þjálfarar, Þórður Einarsson, Siggi Höskulds og Óli Hrannar er að standa sig vel núna.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Er eiginlega ekki með neinn.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Það er Messi
Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Val í bikar í 2. flokki og ég skoraði sigurmarkið og fór úr treyjunni þrátt fyrir að hafa verið á gulu spjaldi. Dómarinn tók ekki eftir því.
Mestu vonbrigðin: Að hafa ekki náð að gera jafn vel í fyrra og okkur ætlaðist.
Uppáhalds lið í enska: Alinn upp við spænska boltann.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Andi Hoti strax til baka.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Erzen Veseli, hann á bjarta framtíð.
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Verð að gefa mínum manni Róberti Quental þetta.
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: No comment
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Myndi sleppa þessari nýju markmanns reglu.
Uppáhalds staður á Íslandi: Breiðholtið/111
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í fyrra á móti Þór heima þá erum ég og Quental að rífast á meðan við vorum í varnarvegg um af hverju ég sendi ekki á hann í einhverju færi, nokkrum mínútum seinna þá legg ég upp mark sem hann skoraði og þá var hann mjög glaður og ekki pirraður út í mig lengur.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Treysti á Guð.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef mjög gaman af bardaga íþróttum
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Spila í Nike Mercurial.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönsku
Vandræðalegasta augnablik: Ég kom inná í einhverjum æfingaleik á móti KR í meistaraflokki og fyrsta sem ég geri þegar ég fæ boltann er að missa hann og er ekki neitt í leiknum og þá heyri ég Sigga Höskulds öskra “viltu koma útaf” og ég svara ekki og svo endurtekur hann sig og ég segi mjög lágt nei, ég var líka bara 16-17 ára.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Myndi bjóða Andi, Quental og Marko
Bestur/best í klefanum og af hverju: Sindri Björnsson, bara topp maður.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Patta Hryniewicki í Love Island, smell passar þar.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég var skotharðasti leikmaður N1 mótsins í 5. flokki.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Einars, vorum alltaf að spila á móti hvor öðrum í 2. flokki. En siðan þegar hann kom í Leikni þá kynntist maður honum betur og kemur í ljós að hann er geggjaður náungi.
Hverju laugstu síðast: Reyni að ljúga ekki.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Messi um treyju.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: I’m hungry, let’s cook.
Athugasemdir