Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   sun 09. mars 2025 12:01
Elvar Geir Magnússon
Gísli Gotti verður líklega lengi frá eftir meiðsli á öxl
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Gísli Gottskálk Þórðarson.
Mynd: Lech Poznan
Gísli Gottskálk Þórðarson var ekki með Lech Poznan í 3-1 sigri gegn Stal Mielec í pólsku úrvalsdeildinni í gær en þjálfari liðsins sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn að Gísli hefði meiðst á öxl á æfingu.

Gísli gekk í raðir Lech Poznan frá Víkingi í janúarglugganum og hefur spilað fimm deildarleiki fyrir liðið.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net kom í ljós eftir myndatökur að Gísli þarf í aðgerð, sem verður framkvæmd á þriðjudag, og hann verður væntanlega frá í töluverðan tíma. Talað er um 4-5 mánuði.

„Myndatökurnar komu ekki nægileg vel út þannig að ég þarf að fara í aðgerð. Þetta er hrikaleg tímasetning en það þarf bara að tækla þetta eins og allt annað," segir Gísli við Fótbolta.net.

Það er því ljóst að Gísli, sem er tvítugur miðjumaður, á ekki möguleika á að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem kynntur verður á miðvikudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner