Gísli Gottskálk Þórðarson var ekki með Lech Poznan í 3-1 sigri gegn Stal Mielec í pólsku úrvalsdeildinni í gær en þjálfari liðsins sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn að Gísli hefði meiðst á öxl á æfingu.
Gísli gekk í raðir Lech Poznan frá Víkingi í janúarglugganum og hefur spilað fimm deildarleiki fyrir liðið.
Gísli gekk í raðir Lech Poznan frá Víkingi í janúarglugganum og hefur spilað fimm deildarleiki fyrir liðið.
Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net kom í ljós eftir myndatökur að Gísli þarf í aðgerð, sem verður framkvæmd á þriðjudag, og hann verður væntanlega frá í töluverðan tíma. Talað er um 4-5 mánuði.
„Myndatökurnar komu ekki nægileg vel út þannig að ég þarf að fara í aðgerð. Þetta er hrikaleg tímasetning en það þarf bara að tækla þetta eins og allt annað," segir Gísli við Fótbolta.net.
Það er því ljóst að Gísli, sem er tvítugur miðjumaður, á ekki möguleika á að vera í fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem kynntur verður á miðvikudaginn.
Gísli Gotti fór úr axlarlið og í aðgerð í kjölfarið. Var á barmi þess að vera í fyrsta hóp Arnars með landsliðið.#HeimavinnaHöfðingjans pic.twitter.com/fayXRgF50y
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) March 9, 2025
Athugasemdir