Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 09. apríl 2021 05:55
Aksentije Milisic
England um helgina - Hefur Mourinho aftur betur gegn Solskjær?
Boltinn heldur áfram að rúlla á Englandi um helgina og spilað verður í 31. umferðinni.

Fyrsti leikur helgarinnar er strax í kvöld en þá mætast Fulham og Wolves í London. Fulham þarf nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni.

Á morgun eru þrír leikir á dagskrá. Efsta lið deildarinnar, Manchester City, mætir þá nýliðunum í Leeds United á Etihad vellinum. Klukkan 14 fær Liverpool lið Aston Villa í heimsókn og kvöldleikurinn er Lundúnarslagur milli Crystal Palace og Chelsea.

Á sunnudaginn mætast Tottenham og Manchester United í stórleik umferðarinnar. Þegar þessi lið mættust fyrr á tímabilinu þá fór Tottenham mjög illa með United á Old Trafford og valtaði yfir leikinn. Arsenal heimsækir Sheffield United kl.18 og þá mætast West Ham og Leicester City í gífurlega mikilvægum leik í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

ENGLAND: Föstudagur
19:00 Fulham - Wolves

ENGLAND: Laugardagur
11:30 Man City - Leeds
14:00 Liverpool - Aston Villa
16:30 Crystal Palace - Chelsea

ENGLAND: Sunnudagur
11:00 Burnley - Newcastle
13:05 West Ham - Leicester
15:30 Tottenham - Man Utd
18:00 Sheffield Utd - Arsenal
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir