Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson hefur ekki verið að spila sérstaklega mikið hjá Atromitos í Grikklandi að undanförnu.
Viðar gekk í raðir félagsins í fyrra en hann hefur í heildina komið við sögu í 31 leik í grísku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Hann hefur byrjað 18 af þessum leikjum.
Viðar gekk í raðir félagsins í fyrra en hann hefur í heildina komið við sögu í 31 leik í grísku úrvalsdeildinni og skorað sex mörk. Hann hefur byrjað 18 af þessum leikjum.
Rætt var um það í Dr Football í dag að Viðar væri í deilum við félagið utan vallar sem væru komnar á borð hjá FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu.
„Í byrjun árs hafði Viðar Örn samband við FIFA þar sem hann átti inni laun," sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum.
„Sunnlendingurinn var ekki að fara að láta það yfir sig ganga. Eftir að Viðar hefur samband við FIFA þá hefur Chris Coleman ekki mátt horfa á hann."
Chris Coleman er þjálfari Atromitos en Viðar hefur þó áfram spilað með liðinu. „Eftir að hann hafði samband við FIFA þá mátti Coleman ekki horfa á hann. Hann er pottþétt að fara á einhvern nýjan stað. Það verður spennandi að sjá hvert Viðar fer."
Viðar vildi ekki tjá sig um málið á þessum tímapunkti þegar fréttamaður Fótbolta.net spurðist fyrir um það.
Athugasemdir