Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
Hákon Dagur: Ég vill bara hvetja alla ÍR-inga að taka sér frí í vinnu
Arnór Gauti: Ætli ég sofi ekki í ísbaði í kvöld
Gunnar Heiðar: Við erum ekki bara körfuboltalið
Halli Hróðmars: Kannski að einhverju leyti saga sumarsins hjá okkur
   þri 09. júlí 2024 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjaði að æfa á fullu eftir viku frí - „Hugsa minn gang eftir verkefnið"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur á æfingunni í dag.
Hildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að koma saman með liðinu. Það er skemmtilegt að hitta alla og það er góð stemning," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Hildur er án félags eftir að hafa yfirgefið Fortuna Sittard í Hollandi en hún hefur verið við æfingar hér á Íslandi í lengri tíma en flestar aðrar landsliðskonurnar.

„Ég tók mér alveg viku frí (eftir síðasta glugga) og svo byrjaði ég að æfa sjálf með því að hlaupa og lyfta. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að koma inn á æfingar með Gunný og Steina. Við höfum verið sex eða eitthvað."

„Það hefur verið skemmtilegt en mér fannst gaman í gær þegar við vorum allar 23 saman á æfingu."

Hildur kveðst spennt fyrir komandi verkefni en hún ætlar að bíða með að velja nýtt félag á meðan landsliðsverkefnið er í gangi.

„Ég er ekkert að pæla í því núna, ég er bara að fókusa á landsliðið og fer svo að hugsa minn gang eftir verkefnið. Það hafa einhver félög heyrt í mér frá mismunandi deildum en ég hef bara viljað fókusa á þetta verkefni. Svo þarf ég að skoða allt eftir það."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner