Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   þri 09. júlí 2024 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Byrjaði að æfa á fullu eftir viku frí - „Hugsa minn gang eftir verkefnið"
Icelandair
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur á æfingunni í dag.
Hildur á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að koma saman með liðinu. Það er skemmtilegt að hitta alla og það er góð stemning," sagði Hildur Antonsdóttir, miðjumaður landsliðsins, við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

Framundan eru tveir síðustu leikirnir í undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí. Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025.

Hildur er án félags eftir að hafa yfirgefið Fortuna Sittard í Hollandi en hún hefur verið við æfingar hér á Íslandi í lengri tíma en flestar aðrar landsliðskonurnar.

„Ég tók mér alveg viku frí (eftir síðasta glugga) og svo byrjaði ég að æfa sjálf með því að hlaupa og lyfta. Síðustu tvær vikur höfum við svo verið að koma inn á æfingar með Gunný og Steina. Við höfum verið sex eða eitthvað."

„Það hefur verið skemmtilegt en mér fannst gaman í gær þegar við vorum allar 23 saman á æfingu."

Hildur kveðst spennt fyrir komandi verkefni en hún ætlar að bíða með að velja nýtt félag á meðan landsliðsverkefnið er í gangi.

„Ég er ekkert að pæla í því núna, ég er bara að fókusa á landsliðið og fer svo að hugsa minn gang eftir verkefnið. Það hafa einhver félög heyrt í mér frá mismunandi deildum en ég hef bara viljað fókusa á þetta verkefni. Svo þarf ég að skoða allt eftir það."

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner