PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 15:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm á æfingu í dag - „Við vorum búin að setja þetta upp"
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern München, er á meðal þeirra leikmanna sem eru að koma úr sumarfríi.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern München, er á meðal þeirra leikmanna sem eru að koma úr sumarfríi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Hópurinn kemur saman mánudaginn 8. júlí og við ferðumst út á sunnudeginum yfir til Póllands," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, á fréttamannafundi í dag.

Verið var að kynna íslenska hópinn sem tekur þátt í síðustu tveimur leikjum undankeppni EM 2025. Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júlí og Póllandi ytra þriðjudaginn 16. júlí.

Ísland er í öðru sæti þegar tveir leikir eru eftir af undankeppninni. Tvö efstu liðin fara áfram beint í lokakeppni EM 2025, en Ísland er með þriggja stiga forskot á Austurríki. Þar sem Ísland er með betri árangur en Austurríki í innbyrðis viðureignum þá nægir Íslandi þrjú stig í síðustu tveimur leikjunum.

„Þetta leggst vel í mig," segir Þorsteinn en þessi gluggi er frekar erfiður þar sem margir leikmenn eru ekki að spila. Vetrardeildir eru í fríi og undirbúningstímabilið er varla byrjað. Nokkrir leikmenn eru hér á Íslandi og eru að æfa í Laugardalnum.

„Þetta er skrítinn gluggi gagnvart stöðu leikmanna; hvar þær eru staddar varðandi keppni og æfingar. Við vorum með leikmenn á æfingu í morgun til dæmis og erum með leikmenn á æfingu í næstu viku líka. Sumir leikmenn fara í næstu viku að æfa með félagsliðum sínum úti. Svo eru aðrar að spila í Noregi, Svíþjóð og hérna heima sem eru að spila."

„Leikmenn eru á misjöfnum stað en verkefnið er spennandi. Það er gríðarlega mikilvægt því við viljum losna við að fara í þetta umspil þar sem við getum mætt sterkum þjóðum. Við leggjum allt í sölurnar til að ná þessu markmiði sem við settum okkur fyrir þessa undankeppni. Okkar markmið er skýrt: Að vera í topp tveimur eftir þessa tvo leiki," sagði Þorsteinn.

„Við erum með leikmenn hérna sem eru ekki að spila úti og undirbúningstímabilið ekki byrjað hjá þeim. Við vorum með einhverjar fimm á æfingu í dag og sex á æfingu í næstu viku."

Þorsteinn segir að það hafi verið lögð mikil áhersla á leikmenn að halda sér í standi í sumarfríinu.

„Ég hef verið í einhverju sambandi við leikmenn en við vorum búin að setja þetta upp. Þær hafa verið að fá prógramm hjá sínu félagsliði og líka hjá Gunnhildi Yrsu, styrktarþjálfara okkar. Auðvitað eru þær meðvitaðar um mikilvægi þess að vera á eins góðum stað og hægt er þegar við komum saman og til að takast á við þetta verkefni af krafti," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner